Grísatærnar toppa allt 19. ágúst 2005 00:01 Fjalar Sigurðarson. Fjalar Sigurðarson er heilmikill matgerðarmaður og hefur gaman af að steikja og brasa, sérstaklega á gasi en notar verkamannaútgáfur af réttunum ef sá gállinn er á honum. „Heima hjá mér er það þannig að ég á alveg staðinn á bak við eldavélina þar sem Guðni ráðherra vill hafa húsfreyjurnar en Arna konan mín er bak við þvottavélina. Við skiptum þannig með okkur vélunum á heimilinu,“ segir Fjalar. Hann kveðst vera á milli eldhúsa núna og útskýrir það nánar. „Við vorum að kaupa okkur hús þar sem við erum að sameina hæðir og erum í litla eldhúsinu í kjallaranum en erum að setja upp nýtt eldhús á efri hæðinni. Þannig að ég er í holu núna að elda fyrir sex ef allir eru heima. Það geta ekki allir borðað í einu og svo getum við ekki borðað af djúpum diskum ... nei nú er ég að fíflast!“ Fjalar kveðst ekki sérlega ólatur að elda fínan mat í holunni. „Sérstaklega af því ég var búinn að kynnast því að vera á gashellum áður en ég fór niður og að fara aftur á rafmagn það var bara hræðilegt,“ segir hann og dæsir. „Ég er alltof mikið fyrir að steikja og brasa, þess vegna er gasið svo þægilegt,“ Hann segist ekkert rosalega djúpt pældur matreiðslumaður og meira fyrir að gera verkamannaútgáfur af einhverjum fínum réttum. „Ég nenni ekki í eltingaleik við aremískt láglendisbókhveiti eða mulda fjöður af páfugli. Sleppi því og reyni að finna einhverja hliðstæðu. Auðvitað er þetta leti og kannski þarf maður að vera duglegri í hráefnisöfluninni en maður þarf þá líka að vera svolítið skipulagður því oft er maður að nota svo lítið af einhverju fínu hráefni og hvað á þá að gera við restina?“ Fjalar er alæta, að eigin sögn. „Ég borða allt og held að ekkert toppi flippin hjá karli föður mínum, til dæmis grísatær. Þær eru eins og rosalega feit svið sem hafa ekki verið sviðin vel. Þetta át maður með bestu lyst með kartöflumús.“ Það eru þó ekki grísatær sem Fjalar gefur okkur uppskrift að, heldur grænmetis lasagne sem finna má í næstu opnu. Matur Tengdar fréttir Grænmetislasagna Rétturinn hans Fjalars Sigurðarsonar. 19. ágúst 2005 00:01 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Fjalar Sigurðarson er heilmikill matgerðarmaður og hefur gaman af að steikja og brasa, sérstaklega á gasi en notar verkamannaútgáfur af réttunum ef sá gállinn er á honum. „Heima hjá mér er það þannig að ég á alveg staðinn á bak við eldavélina þar sem Guðni ráðherra vill hafa húsfreyjurnar en Arna konan mín er bak við þvottavélina. Við skiptum þannig með okkur vélunum á heimilinu,“ segir Fjalar. Hann kveðst vera á milli eldhúsa núna og útskýrir það nánar. „Við vorum að kaupa okkur hús þar sem við erum að sameina hæðir og erum í litla eldhúsinu í kjallaranum en erum að setja upp nýtt eldhús á efri hæðinni. Þannig að ég er í holu núna að elda fyrir sex ef allir eru heima. Það geta ekki allir borðað í einu og svo getum við ekki borðað af djúpum diskum ... nei nú er ég að fíflast!“ Fjalar kveðst ekki sérlega ólatur að elda fínan mat í holunni. „Sérstaklega af því ég var búinn að kynnast því að vera á gashellum áður en ég fór niður og að fara aftur á rafmagn það var bara hræðilegt,“ segir hann og dæsir. „Ég er alltof mikið fyrir að steikja og brasa, þess vegna er gasið svo þægilegt,“ Hann segist ekkert rosalega djúpt pældur matreiðslumaður og meira fyrir að gera verkamannaútgáfur af einhverjum fínum réttum. „Ég nenni ekki í eltingaleik við aremískt láglendisbókhveiti eða mulda fjöður af páfugli. Sleppi því og reyni að finna einhverja hliðstæðu. Auðvitað er þetta leti og kannski þarf maður að vera duglegri í hráefnisöfluninni en maður þarf þá líka að vera svolítið skipulagður því oft er maður að nota svo lítið af einhverju fínu hráefni og hvað á þá að gera við restina?“ Fjalar er alæta, að eigin sögn. „Ég borða allt og held að ekkert toppi flippin hjá karli föður mínum, til dæmis grísatær. Þær eru eins og rosalega feit svið sem hafa ekki verið sviðin vel. Þetta át maður með bestu lyst með kartöflumús.“ Það eru þó ekki grísatær sem Fjalar gefur okkur uppskrift að, heldur grænmetis lasagne sem finna má í næstu opnu.
Matur Tengdar fréttir Grænmetislasagna Rétturinn hans Fjalars Sigurðarsonar. 19. ágúst 2005 00:01 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira