Gögn sanna sekt segir Jón Gerald 18. ágúst 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. Sú fyrsta snýr að því að Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson hafi, með vitund Kristínar Jóhannesdóttur og Jóhannesar Jónssonar dregið sér 40 milljónir króna til að borga af snekkju sem Jón Ásgeir og Jóhannes eru sagðir hafa átt í félagi við Jón Gerald. Ákærðu neita því að eiga bátinn, og að greiðslurnar hafi verið til að framfleyta fjölskyldu Jóns Geralds. Jón Gerald fullyrðir hins vegar að þeir hafi átt bátinn saman og segir ríkislögreglustjóra hafa gögn undir höndum sem sanni hans mál, og að þau verði lögð fram í réttarhöldunum. Jón Gerald sagði að það væru uppgjör varðandi bátinn og að þau gögn munu sýna að Jóhannes og Jón Ásgeir og hann áttu bátinn og ráku hann saman. Jóni Ásgeiri og Tryggva er einnig gert að sök að hafa í sameiningu fært eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs tilhæfulausan reikning frá Nordica fyrir tæpum 62 milljónum, sem ekki átti stoð í viðskiptum félagsins. Sakborningarnir segja reikninginn hafa verið gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli Jóns Ásgeirs og Jóns Geralds um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica og benda á að hafi þeir ætlað að hafa áhrif á hagnað Baugs hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti. Jón Geralds skýrir þennan reikning með því að hann hafi fengið tölvupóst frá Tryggva Jónssyni þar sem hann var beðinn um að falsa 60 milljón króna kreditreikning fyrir skemmdar vörur. Jón Gerald segist hafa búið til reikninginn fyrir Tryggva með hans texta og síðan faxað hann í fyritækið. Jóni Ágeiri, Jóhannesi og Kristínu er einnig gefið að sök tollsvik og rangfærsla skjala við innflutning fjögurra bíla frá Bandaríkjunum, gefa rangar upplýsingur á aðflutningsskýrslum ásamt tilhæfulausum vörureikningi, útgefnum af Nordica þar sem ranglega er farið með kaupverð bílanna. Þeim ásökunum hafna sakborningar alfarið. Segja að ef áskanirnar ættu við rök að styðjast færi Jón Gerald augljóslega sekur um hlutdeild að meintum brotum. Jón Gerald segist hafa skipt verði bílanna sem hann keypti fyrir ákærðu upp á þrjá reikninga sem stílaðir hafi verið á þrjú fyrirtæki. Hin ákærðu hafi síðan aðeins framvísað tveimur reikninganna og bílarnir því virst ódýrari og þar með komust þau upp með að greiða lægri skatta og gjöld af bílunum en þeim réttilega bar. Jón Gerald segir tölvupóst sem hann hafi afhent ríkislögreglustjóra sanna allt sitt mál og að það komi í ljós við réttarhöldin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira