Baugur og ímynd þjóðarinnar 18. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira