Baugur og ímynd þjóðarinnar 18. ágúst 2005 00:01 Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök. Til dæmis hefur kveikjan að rannsókn efnahagsbrotadeildar á hendur Baugsmönnum verið sögð sambandsslit, afbrýðisemi og pólitísk óvild og af skrifunum má ráða að íslenskir stjórnmálamenn séu gerspilltir. Baugsmálið og sú mynd sem það sýnir af íslensku samfélagi gæti haft áhrif á ákvarðanir erlendra fjárfesta, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Kollegi hans við Háskóla Íslands vonar að áróðursherferð Baugsmanna sé ekki það dýr að það komi niður á vöruverði í verslunum þeirra. Vilhjálmur H. Wiium, lektor við háskólann í Reykjavík telur að ef erlendir fjárfestar meta það sem svo að stjórnvöld séu virkilega að hreyfa við fyrirtækjum eftir því sem þeim dettur í hug, þá gæti það leitt til þess að þeir forðast að fjárfesta hér. Að minnsta kosti þyrfti að bjóðast mun betri ávöxtun. Ef menn túlki málið hins vegar á þann veg að löggjafinn standi sig vel við að uppræta spillingu, fylgist náið með stjórnendum fyrirtækja, gæti aðdráttaraflið aukist, enda ljóst að hér sé vel litið eftir peningunum. Hinir ákærðu í málinu hafa sagt íslenska stjórnarherra fara frjálslega með vald sitt. Til dæmis kallaði Jóhannes Jónsson málatilbúnaðinn viðbjóð í Fréttablaðinu og að málið líktist því sem tíðkaðist undir stjórnarfari Mugabes í Simbabve. Kannski ekki nema von að erlendir blaðamenn hafi leitað á náðir íslenskra kollega sinna, eins og Sigurðar M. Jónssonar hjá Viðskiptablaðinu sem fengið hefur ýmsar mis gáfulegar spurningar um gangverkið í íslensku samfélagi. Hann segir að það sé ekki alltaf til bóta að nota samlíkingar við Mugabe. Og hann segir sakborninga hafa tjáð sig á þann hátt að það sé kannski ekki við hæfi og hjálpi ekki til. Hann benti á að Ísland væri vestrænt réttarríki. Að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar er ímynd Íslendinga erlendis best tryggð með því að hér séu allir jafnir fyrir lögum, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, eiga fjölmiðla eða ekki. Hann segir áróðursherferð Baugsmanna þó hafa verið árangursríka og vel gerða. Hannes heldur að Baugsfeðgar sem hafa gert margt gott, hafa efni á því að fá sér góða almannatengslafulltrúa og fá ítök í fjölmiðlum. Það hafa þeir notað síðustu daga og Hannes vonar að það komið ekki niður á vöruverðinu í búðunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira