Hverjum steini velt við 13. ágúst 2005 00:01 "Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
"Það er ljóst að hverjum steini hefur verið velt við í þessu fyrirtæki í rannsókninni," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður. "Ákæruvaldið hefur lítið takmarkað sig við alvarleika brotanna, heldur tínt allt til sem mögulega gæti kallað á refsingu. Fyrir bragðið eru þarna ýmsir liðir sem eru hálfgerður sparðatíningur. Það gerir kæruna ótrúverðugri og ef til vill hefði því verið réttara að leggja áherslu á alvarlegustu liðina." Hróbjartur segir þó ákæruliði sem lúta til að mynda að tollsvikum og rangfærslu reikninga alvarlega. "Manni sýnist þó þarna um að ræða tæknilega meðferð á fjármunum frekar en auðgunarásetning." og ekki sé hægt að fullyrða neitt. "En eftir að hafa rennt yfir ákærurnar og þessar stuttu skýringar sýnist mér að það verði á brattann að sækja fyrir ákæruvaldið í vel flestum ákæruliðum. Heilt yfir er þessi ákæra ekkert mjög sannfærandi." Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður tók í svipaðan streng, en vildi þó lítið tjá sig um ákæruatriðin þar sem málið væri viðamikið og hann hefði engin frekari gögn en þau sem Fréttablaðið birti í gær. Hann segir þó þarn vera kært fyrir liði þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru í ákveðnum milliviðskiptum og þar vakni spurningar um sekt eða sakleysi. "Einhvern veginn virðist manni mjög sérkennilegt hvaða aðilar eru teknir til skoðunar og hverjir ekki hjá ákæruvaldinu hér á landi," segir Jón. "Það er ekki hreyft við því að kanna ákveðna hluti hjá ákveðnum fyrirtækjum, en aðrir eru alltaf undir smásjánni. Menn hafa fengið að ákæra eins og þá lystir án þess að bera nokkra ábyrgð á því, jafnvel af eintómri meinfýsi og síðan ganga menn keikir og halda störfum sínum þótt saklausir sakborningar hafi tapað öllu sínu. Jón, sem var verjandi í Hafskipsmálinu á sínum tíma, útilokar ekki að um pólitískar ákærur sé að ræða og minnir á Orca hópinn sem vakti reiði Davíðs Oddsonar á sínum tíma. "Allir þeir sem mynduðu hann að einum undanskildum hafa mátt þola ákærur." Hann segir pólitískar ákærur þó vera stórt orð og menn skyldu aldrei fullyrða um það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira