Handtekinn í lögreglubúningi
Talið er að um sjötíu manns hafi safnast saman á Austurvelli eftir hádegi í gær til þess að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð. Fóru mótmælin friðsamlega fram að sögn lögreglu. Íslenskur mótmælandi í lögreglubúningi var þó færður á lögreglustöð til yfirheyrslu. Var honum leyft að fara að yfirheyrslum loknum, en hald var lagt á lögreglufötin. Nokkrir lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum á Austurvelli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík.