Litið sé fram hjá heildarmyndinni 12. ágúst 2005 00:01 Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar. Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar.
Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira