Hótar að vísa mótmælendum úr landi 11. ágúst 2005 00:01 Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Á þriðja tug útlendinga sem staðið hafa í mótmælum á Austurlandi í sumar gæti verið á heimleið. Útlendingastofnun hótar að vísa fólkinu úr landi en það fær viku til að andmæla. Niðurstöður Útlendingastofnunar vegna mótmælendanna á Austurlandi voru sendar embætti Ríkislögreglustjóra til birtingar í dag. Niðurstöðurnar varða 21 útlending. Vitað er að þeir tólf, sem sýslumaðurinn á Eskifirði, krafðist að vísað yrði úr landi eru í hópnum en hverjir hinir níu eru er óljóst. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra verða fólkinu líklega ekki birtar niðurstöðurnar í dag heldur á morgun eða næstu daga. Sá fyrirvari að fólkinu verði hugsanlega vísað úr landi þýðir að Útlendingastofnun sé að íhuga að vísa þeim úr landi en sé ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það. Mótmælendurnir fá svo eina viku til að mótmæla þessari íhugun um brottvísun. Þegar sýslumaðurinn á Seyðisfirði krafðist að tveimur mönnum og einni konu yrði vísað á brott eftir mótmæli við Kárahnjúka í lok júlí var því hafnað. Ekki þóttu vera fyrir hendi lagaheimildir til að vísa fólkinu úr landi og munaði þar mestu um að það væri íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Í byrjun ágúst fór svo sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að tólf manns sem töfðu byggingu álvers í Reyðarfirði yrði vísað brott. Taldi sýslumaður meiri möguleika á að það bæri erindi sem erfiði meðal annars vegna þess að í einhverjum tilfellanna var um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess átti að liggja nákvæmar fyrir hverjir hefðu gert hvað. Þeim sem verður vísað brott mega ekki koma til Íslands næstu þrjú árin. Ekki náðist í mótmælendurna nú rétt fyrir fréttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira