Gripnir með fíkniefni í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra menn um tvítugt í nótt eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit en við leit í bíl þeirra fundust um 50 grömm af hassi auk nokkurra e-taflna og annarra kannabisefna. Einn mannanna gekkst við að eiga efnin og viðurkenndi að hafa ætlað að koma þeim í sölu. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum.