Fjögurra ára í ökuferð
Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu. Bíllinn náði þó ekki mikilli ferð og aldrei var mikil hætta á ferðum. Mesta furða þótti hvað bíllinn gat runnið langt.