Illa búnir undir stormviðri 7. ágúst 2005 00:01 Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Íbúar á suðvesturhorninu voru illa búnir undir stormviðri, sem brast á í morgun. Lögreglan og björgunarsveitir eltust við fljúgandi þakplötur, tjaldvagna, sólstóla og aðra muni sem fólki hafði láðst að festa niður. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu og allt upp í 33 í verstu hviðunum í þéttbýli og 43 undir Hafnarfjalli þar sem þrjú hjólhýsi fuku. Eiit hjólhýsannna reif í bílinn og sneri honum af veginum og losnaði frá. Það er gerónýtt eftir útafkeyrsluna og lítið eftir af því sem minnir á hjólhýsi og ljóst að sú útilega frestast eitthvað. Annað hjólhýsi fór á hliðina en losnaði ekki frá bílnum þannig að hann lyftist upp að aftan og sat fastur. Eigandi þriðja hjólhýsisins ætlaði að keyra í skjól þegar hjólhýsið fór á hliðina, það slapp að mestu óskemmt en er talsvert beyglað. Hvorki ökumenn né farþega sakaði. Lögreglan stóð í rokinu og reyndi að stjórna umferðinni en ökumenn höfðu ekki frestað för sinni þrátt fyrir veðurspár. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur, lögregluþjóns í Borgarnesi, gekk umferðin þó ágætlega þar sem fólk fór ekki hratt yfir í rokinu. Víða á höfuðborgarsvæðinu alls kyns lausamunir, timbur og vinnupallar á byggingasvæðum, sélega í austurborginni. Stórt samkomutjald í Höfnum þar sem haldin var brúðkaupsveisla í gær fauk upp og þurftu björgunarsveitarmenn ná því niður. Tjaldvagnar fuku í Grafarvogi og í Grandagarði og í Mosfellsbæ fauk fellihýsi á bifreið og skemmdi hana talsvert. Þá lentu margir í vandræðum út af hinum vinsælu trampólínum sem hófu sig sums staðar á loft í rokinu. Tveir tómir fjörutíu feta gámar fuku út í sjó frá Kópavogshöfn. Gámana rak upp á Löngusker. Björgunarskipið Einar Sigurjónsson var við Löngusker og beið átekta í dag en dró gámana í land síðdegis. Alls voru um 70 björgunarsveitarmenn að störfum vegna veðurhamsins í dag, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 20 á Suðurnesjum. Þá var björgunarskip úti og tveir björgunarbátar enda losnuðu nokkrir smábátar úr höfninni í Fossvogi og fuku á haf út. Dagbjartur Brynjarsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita segir að svo virðist fólk hafi ekki verið tilbúið fyrir haustið þannig að lauslegir hlutir hafi fokið. Ekki hafi verið gengið nógu vel frá þeim. Aðspurður hvort haustið væri komið á Íslandi sagðist hann ekki ætla segja til um það en hann vonaði að sumarið yrði svolítið lengur. Við byggjum þó á Íslandi og þar væri allra veðra von.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira