
Innlent
Varnarliðsmaður stunginn í nótt

Varnarliðsmaður var stunginn með hníf fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nótt. Maðurinn er ekki talinn vera í lífshættu en líðan hans er stöðug. Fimm manns liggja undir grun og hafa allir verið handtekir. Lögreglan í Keflavík biður þá sem kunna að hafa upplýsingar um málið að gefa sig fram.