Handtekin vegna sprengjuhótunar 5. ágúst 2005 00:01 Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira