
Innlent
Tekin ítrekað fyrir ölvunarakstur

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði drukkna konu á fimmtugsaldri þar sem hún ók bíl sínum. Væri það vart í frásögu færandi ef hún hefði ekki líka verið stöðvuð ölvuð á bílnum í fyrrakvöld. Þegar hún var stöðvuð þá kom í ljós að hún var löngu orðin réttindalaus vegna ítrekaðs ölvunaraksturs fyrr á árinu. Kemur þá Jón Hreggviðsson úr Íslandsklukkunni upp í hugann þegar hann sönglaði á sínum tíma: Fullur í dag, fullur í gær, fullur í fyrrargær.