
Innlent
Missti mánaðargömul ökuréttindi

Ungur ökumaður með aðeins mánaðargamalt ökuskírteini var tekinn í nótt fyrir að hafa ekið á 132 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku þar sem hámarkshraði er áttatíu. Hann var að stinga annan bíl af í spyrnu þegar hann ók í flasið á lögreglu sem svipti hann ökuréttindum í einn mánuð auk þes sem hann verður sektaður.