
Innlent
Lögregla elti ánamaðkaþjóf
Veiðimaður sem saknaði tíu lítra fötu af ánamöðkum kærði þjófnað á ánamöðkum til lögreglunnar í Búðardal. Fötuna hafði maðurinn skilið eftir utan við gistiheimilið Bjarg. Eftir stutta eftirgrennslan féll grunur á nýfarinn gest á Bjargi sem menn vissu að var á leið í Borgarfjörð í veiðiferð. Fór lögreglan á eftir manninum og náði honum efst í Bröttubrekku. Möðkunum var skilað til upphaflegs eiganda en þjófurinn hélt för sinni áfram. Stykkið af maðki kostar 170 krónur.