Ekki nóg að bjóða falleg fjöll 26. júlí 2005 00:01 Nú er vertíð. Hótel, gistiheimili og tjaldstæði eru full af ferðafólki. Rútur landsins eru ekki nógu margar, þaðan af síður rútubílstjórar og leiðsögumenn jafnvel af skornum skammti. Landið er fullt af ferðafólki. Íslendingar reyna að elta uppi sólarbletti en erlendum gestum er nokk sama. Þeir eru komnir til að skoða þessa ótrúlegu náttúru, hvernig sem viðrar og þótt rigni eru litirnir í fjöllunum samt ólýsanlegir, hverirnir halda áfram að sjóða og krauma og fallvötnin að streyma (flest). Erlendir gestir eiga almennt varla orð til að lýsa þeim áhrifum sem þeir verða fyrir í íslenskri náttúru. Það er víða fallegt í henni versu en hér uppi á Fróni eigum við náttúru sem er að mörgu leyti einstök. En það er ekki nóg að hafa falleg fjöll að bjóða. Ferðamenn þurfa þjónustu og nú er sem sagt vertíð. Starfsfólk ferðaþjónustunnar vinnur frá morgni til kvölds og keppist við að mæta þörfum gesta sinna, flest a.m.k. Við hringveginn eru nokkrir mjög fjölsóttir þjónustustaðir þar sem mikill fjöldi nemur staðar til að taka bensín, kaupa mat og nota snyrtingar. Á flestum þessum stöðum leggur starfsfólk metnað sinn í að hafa undan álaginu, sinnir sínum störfum með bros á vör, þurrkar af borðum og lítur eftir að allt sé í lagi. En sums staðar er ekki svo. Það var dapurlegt að koma á einn þessara staða tvisvar með rúmlega viku millibili og sjá útlitið á snyrtingunum. Vatn á gólfunum, pappír út um allt. Mér er til efs að ég hafi viðkomu þarna aftur. Víða er líka dapurlegt að skoða það sem í boði er á veitingastöðum við hringveginn en það er önnur saga. Rútubílstjórar eru undir miklu álagi, taka við farþegum að morgni, koma farangri um borð í bílana, aka á þjóðvegunum eins og þeir eru og í umferðinni eins og hún er með bros á vör og koma öllum heilum á húfi í áfangastað. Það er ekki létt verk og örugglega vanmetið eins og flest þjónustustörf. Leiðsögumenn eru ekki síður mikilvægir og um margra ára skeið hefur útskrifast hér á landi fjöldi ágætra leiðsögumanna. Þeim mun dapurlegra er að verða vitni að því þegar erlendir hópar fá ekki að njóta leiðsagnar íslensks fagfólks heldur er sent hingað upp fákunnandi fólk sem lítið veit. Fyrir nokkrum árum var talsverð umræða um faglega stöðu leiðsögumanna og hvort þeir þyrftu virkilega að sæta því að hingað kæmu hópar með erlenda leiðsögumenn. Þeir eru að vísu oftast titlaðir fararstjórar (tour leader) en eru í hlutverki leiðsögumanns eigi að síður. Þessi umræða virðist hafa legið niðri um nokkra hríð en er örugglega mjög þörf. Erlendu starfsmennirnir eru sjálfsagt eins misjafnir og þeir eru margir og sumir leysa þetta verkefni vafalaust ágætlega af hendi þótt naumast sé hægt að reikna með sömu upplýsingum og fróðleik og frá heimamanni. En aðrir eru svo fáfróðir að undrum sætir. Er ásættanlegt að leiðsögumaður með hóp erlendra gesta okkar leiti að Langjökli á Austfjörðum og Lakagígum í Mývatnssveit? Er ásættanlegt að leiðsögumaður leggi til að hópurinn syngi lagið "Á Sprengisandi" þegar hann er staddur á Hólssandi með þeirri skýringu að "þau séu nú á þessari leið". Þetta eru lítil dæmi úr ferðum sumarsins á Íslandi. Í raun var enginn leiðsögumaður með hópnum, aðeins fararstjóri (tour leader) en sá titlaði sig eigi að síður sem leiðsögumann og þjónaði hlutverki hans, þó með þeim hætti að fæstir hefðu viljað vera farþegar í þessum hópi. Starfsfólk ferðaþjónustunnar hefur sögur af þessu tagi á hraðbergi, raunverulegar frásagnir. Því sárnar og er misboðið þegar það verður vart við tilvik sem þessi enda í raun vegið að starfsheiðri þess. Þó er ónefnt það sem kannski vegur þyngst að farþegarnir eru auðvitað sviknir í þessari ferð, sviknir um fræðslu sem þeir eiga rétt á. Við gerum miklar kröfur til ferðaþjónustunnar og hún er mikilvægur þáttur í afkomu þjóðarinnar. Því er mikið í húfi að vel sé staðið að málum. Ef leiðsögumenn, sem starfa á Íslandi þótt erlendir séu rata varla um landið og þekkja ekki okkar frægustu staði svo sem Þingvallavatn getur hver maður velt því fyrir sér hvaða mynd svo fáfrótt fólk er að draga upp af landi og þjóð fyrir erlenda gesti. Á vertíð þarf margt starfsfólk. Það liggur í hlutanna eðli að misjafn sauður er í mörgu fé. Við hljótum þó að óska gestum okkar þess besta sem við getum boðið. Erlendur leiðsögumaður sem veit hvorki haus né sporð á landi né þjóð er ekki það besta sem við getum boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun
Nú er vertíð. Hótel, gistiheimili og tjaldstæði eru full af ferðafólki. Rútur landsins eru ekki nógu margar, þaðan af síður rútubílstjórar og leiðsögumenn jafnvel af skornum skammti. Landið er fullt af ferðafólki. Íslendingar reyna að elta uppi sólarbletti en erlendum gestum er nokk sama. Þeir eru komnir til að skoða þessa ótrúlegu náttúru, hvernig sem viðrar og þótt rigni eru litirnir í fjöllunum samt ólýsanlegir, hverirnir halda áfram að sjóða og krauma og fallvötnin að streyma (flest). Erlendir gestir eiga almennt varla orð til að lýsa þeim áhrifum sem þeir verða fyrir í íslenskri náttúru. Það er víða fallegt í henni versu en hér uppi á Fróni eigum við náttúru sem er að mörgu leyti einstök. En það er ekki nóg að hafa falleg fjöll að bjóða. Ferðamenn þurfa þjónustu og nú er sem sagt vertíð. Starfsfólk ferðaþjónustunnar vinnur frá morgni til kvölds og keppist við að mæta þörfum gesta sinna, flest a.m.k. Við hringveginn eru nokkrir mjög fjölsóttir þjónustustaðir þar sem mikill fjöldi nemur staðar til að taka bensín, kaupa mat og nota snyrtingar. Á flestum þessum stöðum leggur starfsfólk metnað sinn í að hafa undan álaginu, sinnir sínum störfum með bros á vör, þurrkar af borðum og lítur eftir að allt sé í lagi. En sums staðar er ekki svo. Það var dapurlegt að koma á einn þessara staða tvisvar með rúmlega viku millibili og sjá útlitið á snyrtingunum. Vatn á gólfunum, pappír út um allt. Mér er til efs að ég hafi viðkomu þarna aftur. Víða er líka dapurlegt að skoða það sem í boði er á veitingastöðum við hringveginn en það er önnur saga. Rútubílstjórar eru undir miklu álagi, taka við farþegum að morgni, koma farangri um borð í bílana, aka á þjóðvegunum eins og þeir eru og í umferðinni eins og hún er með bros á vör og koma öllum heilum á húfi í áfangastað. Það er ekki létt verk og örugglega vanmetið eins og flest þjónustustörf. Leiðsögumenn eru ekki síður mikilvægir og um margra ára skeið hefur útskrifast hér á landi fjöldi ágætra leiðsögumanna. Þeim mun dapurlegra er að verða vitni að því þegar erlendir hópar fá ekki að njóta leiðsagnar íslensks fagfólks heldur er sent hingað upp fákunnandi fólk sem lítið veit. Fyrir nokkrum árum var talsverð umræða um faglega stöðu leiðsögumanna og hvort þeir þyrftu virkilega að sæta því að hingað kæmu hópar með erlenda leiðsögumenn. Þeir eru að vísu oftast titlaðir fararstjórar (tour leader) en eru í hlutverki leiðsögumanns eigi að síður. Þessi umræða virðist hafa legið niðri um nokkra hríð en er örugglega mjög þörf. Erlendu starfsmennirnir eru sjálfsagt eins misjafnir og þeir eru margir og sumir leysa þetta verkefni vafalaust ágætlega af hendi þótt naumast sé hægt að reikna með sömu upplýsingum og fróðleik og frá heimamanni. En aðrir eru svo fáfróðir að undrum sætir. Er ásættanlegt að leiðsögumaður með hóp erlendra gesta okkar leiti að Langjökli á Austfjörðum og Lakagígum í Mývatnssveit? Er ásættanlegt að leiðsögumaður leggi til að hópurinn syngi lagið "Á Sprengisandi" þegar hann er staddur á Hólssandi með þeirri skýringu að "þau séu nú á þessari leið". Þetta eru lítil dæmi úr ferðum sumarsins á Íslandi. Í raun var enginn leiðsögumaður með hópnum, aðeins fararstjóri (tour leader) en sá titlaði sig eigi að síður sem leiðsögumann og þjónaði hlutverki hans, þó með þeim hætti að fæstir hefðu viljað vera farþegar í þessum hópi. Starfsfólk ferðaþjónustunnar hefur sögur af þessu tagi á hraðbergi, raunverulegar frásagnir. Því sárnar og er misboðið þegar það verður vart við tilvik sem þessi enda í raun vegið að starfsheiðri þess. Þó er ónefnt það sem kannski vegur þyngst að farþegarnir eru auðvitað sviknir í þessari ferð, sviknir um fræðslu sem þeir eiga rétt á. Við gerum miklar kröfur til ferðaþjónustunnar og hún er mikilvægur þáttur í afkomu þjóðarinnar. Því er mikið í húfi að vel sé staðið að málum. Ef leiðsögumenn, sem starfa á Íslandi þótt erlendir séu rata varla um landið og þekkja ekki okkar frægustu staði svo sem Þingvallavatn getur hver maður velt því fyrir sér hvaða mynd svo fáfrótt fólk er að draga upp af landi og þjóð fyrir erlenda gesti. Á vertíð þarf margt starfsfólk. Það liggur í hlutanna eðli að misjafn sauður er í mörgu fé. Við hljótum þó að óska gestum okkar þess besta sem við getum boðið. Erlendur leiðsögumaður sem veit hvorki haus né sporð á landi né þjóð er ekki það besta sem við getum boðið.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun