Madagascar 17. október 2005 23:42 Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar. Þar sem þau voru vön að fá allt sem þau vildu fyrirhafnarlaust, krefst þessi nýi vistarstaður mikilla breytinga. Leikurinn fylgir þeim allan tímann, allt frá því að þau flýja dýragarðinn og þar til sagan endar. Í leiknum er hægt að spila sem 4 aðalpersónurnar úr myndinni. Ljónið Alex, Gíraffinn Melman, Flóðhesturinn Gloria og Sebrahesturinn Marty. Í fyrstu er hver og einn karakter með sín eigin borð, og því er ekki hægt að velja hvaða persónu þú vilt nota. Sá möguleiki kemur reyndar seinna í leiknum, en það mun reynast mjög þægilegt því að hver einstaklingur hefur sína eigin hæfileika. Sumir hoppa hærra en aðrir, og sumir eru færir um að brjóta niður hindranir. Það er þitt starf að sameina alla þessa krafta til að komast áleiðis í leiknum og finna leiðina heim. Þetta er ekki nýtt leikkerfi. Í raun má segja að undanfarið hafi þetta kerfi verið ofnotað. Shrek 1 og 2, Lego Star Wars og margir fleiri leikir hafa allir notað þetta kerfi. Mörgum mun finnast það leiðinlegt að vera að endurtaka sömu hlutina og maður hefur gert í fjölda leikjum, en mörgum öðrum mun finnast það þægilegt að geta notast við kerfi sem þeir þekkja vel. Grafíkin er í meðallagi góð. Eins og flestir leikir sem byggðir eru á kvikmyndum notast hann við mjög einfalda grafík vél, þannig að maður getur ekki búist við mikilli nákvæmni í neinum hlut. Orðatiltækið “Svipbrigði” er eitthvað sem enginn kannast við, og því eru allir karakterar með fasta svipi sem breytast í raun aldrei meðan leikurinn þróast. Allar hreyfingar eru grófar í sjón, þótt að það sé mjög auðvelt að stjórna persónunum sjálfum. Að sjálfsögðu er leikurinn hannaður fyrir yngstu kynslóðina, og því getur spilarinn ekki búist við mikilli vitrænni áskorun. Allir andstæðingar sem maður mætir á leið sinni hafa gáfnafar á við geit, og því er leikur einn að komast fram hjá öllum hindrunum, stórum og smáum. Vissulega eru nokkrir staðir inn á milli sem reyna meira á en aðrir, en ekkert sem talist getur erfitt. Þetta er allt saman hálfleiðinlegt til lengdar, og hvaða spilari sem er mun ekki endast lengi í þessum leik. Sem betur fer er hann tiltölulega stuttur, þannig að maður ætti að endast hann til enda án þess að deyja úr leiðindum. Þar að auki eru stuttu myndbrotin úr myndinni mjög fyndin, þannig að maður veit það að eitthvað bíður manns í lok verkefnisins sem maður gæti haft áhuga á. Spilunin er mjög einföld. Hopp, skopp og árás er í raun allt sem segja þarf. Eitthvað sem allir kunnast við, og mun birtast í sífellu eins lengi og nútíma tölvuleikjamenning mun lifa. Tónlistin í leiknum er mjög einföld, og passar vel við hvert það verkefni sem þú ert staddur í þá stundina. Hvort sem þú ert á hlaupum undan lögreglunni í miðborg New York, eða að hlaupa um í miðjum frumskógi Madagascar, þá passar bakgrunnstónlistin vel við og hún er nógu létt til að hún festist ekki í hausnum á manni restina af deginum. Niðurstaða: Madagascar er mjög venjulegur tölvuleikur. Það er seint hægt að segja að hann skari fram úr á nokkru sviði því hann endurnýtir bara gamlar hugmyndir sem hafa nú þegar verið ofnotaðar. Grafíkin er ekkert sérstök, leikurinn er mjög stuttur og býður ekki upp á neina áskorun. Það eina sem leikurinn býður í raun upp á er góður húmor, en það er bara ekki nóg til að halda uppi heilum leik. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Toys for Bob Útgefandi Leiks: Activison Publishing Inc. Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Madagascar er leikur sem byggist á söguþræði og sögupersónum í samnefndri kvikmynd sem hefur verið sýnd við miklar vinsældir hér á Klakanum. Við fylgjum 4 dýrum: Alex, Marty, Gloria og Melman, þegar þau flýja úr dýragarðinum í Central Park. Seinna eru þau handsömuð og sett á flutningaskip, en enda fyrir slysni á eyjunni Madagascar. Þar sem þau voru vön að fá allt sem þau vildu fyrirhafnarlaust, krefst þessi nýi vistarstaður mikilla breytinga. Leikurinn fylgir þeim allan tímann, allt frá því að þau flýja dýragarðinn og þar til sagan endar. Í leiknum er hægt að spila sem 4 aðalpersónurnar úr myndinni. Ljónið Alex, Gíraffinn Melman, Flóðhesturinn Gloria og Sebrahesturinn Marty. Í fyrstu er hver og einn karakter með sín eigin borð, og því er ekki hægt að velja hvaða persónu þú vilt nota. Sá möguleiki kemur reyndar seinna í leiknum, en það mun reynast mjög þægilegt því að hver einstaklingur hefur sína eigin hæfileika. Sumir hoppa hærra en aðrir, og sumir eru færir um að brjóta niður hindranir. Það er þitt starf að sameina alla þessa krafta til að komast áleiðis í leiknum og finna leiðina heim. Þetta er ekki nýtt leikkerfi. Í raun má segja að undanfarið hafi þetta kerfi verið ofnotað. Shrek 1 og 2, Lego Star Wars og margir fleiri leikir hafa allir notað þetta kerfi. Mörgum mun finnast það leiðinlegt að vera að endurtaka sömu hlutina og maður hefur gert í fjölda leikjum, en mörgum öðrum mun finnast það þægilegt að geta notast við kerfi sem þeir þekkja vel. Grafíkin er í meðallagi góð. Eins og flestir leikir sem byggðir eru á kvikmyndum notast hann við mjög einfalda grafík vél, þannig að maður getur ekki búist við mikilli nákvæmni í neinum hlut. Orðatiltækið “Svipbrigði” er eitthvað sem enginn kannast við, og því eru allir karakterar með fasta svipi sem breytast í raun aldrei meðan leikurinn þróast. Allar hreyfingar eru grófar í sjón, þótt að það sé mjög auðvelt að stjórna persónunum sjálfum. Að sjálfsögðu er leikurinn hannaður fyrir yngstu kynslóðina, og því getur spilarinn ekki búist við mikilli vitrænni áskorun. Allir andstæðingar sem maður mætir á leið sinni hafa gáfnafar á við geit, og því er leikur einn að komast fram hjá öllum hindrunum, stórum og smáum. Vissulega eru nokkrir staðir inn á milli sem reyna meira á en aðrir, en ekkert sem talist getur erfitt. Þetta er allt saman hálfleiðinlegt til lengdar, og hvaða spilari sem er mun ekki endast lengi í þessum leik. Sem betur fer er hann tiltölulega stuttur, þannig að maður ætti að endast hann til enda án þess að deyja úr leiðindum. Þar að auki eru stuttu myndbrotin úr myndinni mjög fyndin, þannig að maður veit það að eitthvað bíður manns í lok verkefnisins sem maður gæti haft áhuga á. Spilunin er mjög einföld. Hopp, skopp og árás er í raun allt sem segja þarf. Eitthvað sem allir kunnast við, og mun birtast í sífellu eins lengi og nútíma tölvuleikjamenning mun lifa. Tónlistin í leiknum er mjög einföld, og passar vel við hvert það verkefni sem þú ert staddur í þá stundina. Hvort sem þú ert á hlaupum undan lögreglunni í miðborg New York, eða að hlaupa um í miðjum frumskógi Madagascar, þá passar bakgrunnstónlistin vel við og hún er nógu létt til að hún festist ekki í hausnum á manni restina af deginum. Niðurstaða: Madagascar er mjög venjulegur tölvuleikur. Það er seint hægt að segja að hann skari fram úr á nokkru sviði því hann endurnýtir bara gamlar hugmyndir sem hafa nú þegar verið ofnotaðar. Grafíkin er ekkert sérstök, leikurinn er mjög stuttur og býður ekki upp á neina áskorun. Það eina sem leikurinn býður í raun upp á er góður húmor, en það er bara ekki nóg til að halda uppi heilum leik. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Toys for Bob Útgefandi Leiks: Activison Publishing Inc.
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira