Heimir Ríkarðs til Vals 20. júlí 2005 00:01 Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir. Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Handboltaþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur bundið enda á marga vikna vangaveltur um framtíð sína með því að skrifa undir tveggja ára samning við Val. Þar mun Heimir gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks liðsins ásamt því að sjá um þjálfun 2. og 3. flokks félagsins. Óskar Bjarni Óskarsson er sem fyrr aðalþjálfari meistaraflokksins og er fyrirhugað að hann og Heimir verði í mjög nánu samstarfi.Heimir sagði við Fréttablaðið að það hefði verið tækifærið um að sameina þjálfun unglinga og meistaraflokks sem hafi ráðið mestu um að Valur hafi orðið fyrir valinu. "Á Hlíðarenda er einnig í byggingu nýtt og glæsilegt íþróttahús og það er mikið uppbyggingarstarf í gangi," sagði Heimir sem gat valið úr miklum fjölda tilboða, en honum stóð þjálfarastaða til boða hjá KA, Gróttu/KR, Fylki, FH og Aftureldingu svo einhver félög séu nefnd. "Ég vildi halda mig í borginni og af þeim tilboðum sem voru þaðan fannst mér Valur mest spennandi," segir Heimir.Eins og kunnugt er var Heimir rekinn frá Fram í vor og tók Guðmundur Guðmundsson við af honum. Vakti sú brottvikning hörð viðbrögð á meðal handboltaáhugamanna í landinu enda Heimir búinn að ná frábærum árangri með Safamýrarliðið þrátt fyrir fámennan og mjög ungan leikmannahóp. Athygli vekur að Heimir kýs að halda áfram í unglingaþjálfun þrátt fyrir að honum standi til boða að verða aðalþjálfari meistaraflokks. "Ég hef einfaldlega svo gaman að vinna með ungum leikmönnum, fullum af eldmóð og áhuga. Valur er lið sem ætlar að vera á toppnum áfram og ég fæ að taka þátt í því. Svo að ég er mjög sáttur," segir Heimir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira