Endurminningar 14. júlí 2005 00:01 Sú var tíð, og það er ekki ýkja langt síðan, að saga þjóðanna var í fyrsta og síðasta lagi stjórnmálasaga. Slíkt var ofríki stjórnmálanna í uppvexti þjóðríkjanna á rústum lénsveldis á 19. öld. Bergmál þessa ofríkis barst langt fram á 20. öld og fram á þessa og birtist með ýmsu móti. Barnaleikritin í Melaskólanum um og eftir miðja síðustu öld fjölluðu iðulega um kónga og drottningar og prinsa í álögum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fréttatímar útvarps og sjónvarps á okkar dögum eru sama marki brenndir, þótt þeir hafi skánað talsvert frá fyrri tíð: hlutfall stjórnmálafrétta er ennþá langt umfram mikilvægi stjórnmála í lífi fólksins, eða svo sýnist mér. Ekkert rifrildi milli stjórnmálamanna er svo fáfengilegt, að frá því sé ekki sagt í smáatriðum eins og um stórtíðindi sé að tefla. Með líku lagi eru ævisögur stjórnmálamanna víða miklar fyrirferðar. Hér heima hafa þó tiltölulega fáir stjórnmálamenn hirt um að skrifa sjálfsævisögur, þótt undarlegt megi virðast, og aðeins þrír forsætisráðherrar fylla þann flokk: Stefán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson og Steingrímur Hermannsson, hin síðasta skráð af Degi Eggertssyni lækni. Um nokkra aðra eru til ævisögur í fullri lengd, t.d. Hannes Hafstein og Ólaf Thors. Íslandssagan er fátækari fyrir vikið, því að góðar sjálfsævisögur þétta og fylla þjóðarsöguna. Sjálfsævisögur forsætisráðherranna þriggja hafa ýmsa kosti hver á sinn hátt. En þær eru öðrum þræði samdar í sjálfsvörn eins og flestar aðrar slíkar sögur, og það kann að rýra gildi þeirra. Öðru máli gegnir um fyrri hluta sjálfævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. utanríkisráðherra (Tilhugalíf, 2002). Hún hefur þá sérstöðu meðal slíkra bóka, að hún er ekki skrifuð í sjálfsvörn, heldur ræðst höfundurinn þvert á móti harkalega gegn sjálfum sér fyrir að hafa vaðið í villu og svíma í stjórnmálum langt fram á miðjan aldur með því m.a. að binda trúss sitt við rangan foringja, föður sinn. Þessi játning Jóns Baldvins vitnar um sjaldgæfan kjark og stórhug og lofar góðu um síðara bindið. Sem leiðir hugann að Hannesi Sigfússyni skáldi. En fyrst þetta. Látum það vera, hversu fáir stjórnmálamenn hafa hirt um að auðga Íslandssöguna með endurminningum sínum á prenti. Hitt er enn furðulegra, hversu fá íslenzk skáld hafa birt minningar sínar. Það hafa þó sum þeirra gert með miklum brag. Minningabækur Halldórs Laxness hafa m.a. þá sérstöðu í þessum flokki bóka, að þær eru alþekktar og mikið lesnar, og sumir telja þær meðal beztu bóka hans. Minningabækur Hannesar Sigfússonar (Flökkulíf, 1981, og Framhaldslíf förumanns, 1985) fóru á hinn bóginn fyrir ofan garð og neðan í bókaheiminum, hefur mér virzt, fáir virðast nú kannast við þær. Hannes Sigfússon (1922-1997) var atómskáld og skjólstæðingur, aðdáandi og vinur Steins Steinarr, nema Steinn gat engum veitt nokkurt skjól, ekki heldur sjálfum sér. Hannes kvaddi sér hljóðs sem atómskáld með kvæðabókinni Dymbilvaka (1949) og birti fáeinar aðrar bækur næstu 30 árin og þýddi einar tuttugu og lét annars lítið fyrir sér fara, ól manninn í Noregi nokkurn hluta ævinnar og birti að leikslokum þessar líka skínandi endurminningar í tveim bindum, þar sem hann sallar sjálfan sig niður og dregur ekkert undan. Bækurnar lýsa sviknum draumum, umkomuleysi og ævilangri fátækt á fögru máli. Æviminningar Agnars Þórðarsonar (Í vagni tímans, 1996, og Í leiftri daganna, 2000) eru af öðrum toga. Agnar hefur enga ástæðu til að taka sjálfan sig í gegn: hann er eitt helzta leikskáld Íslendinga, enda þótt verk hans hafi ekki sézt á sviði í höfuðborginni um nokkurt skeið. Það er skaði, því að t.d. Kjarnorka og kvenhylli (Iðnó, 1955) er gott leikrit og á fullt erindi við nútímann, einnig Gauksklukkan (Þjóðleikhúsið, 1958); bæði eru til á prenti. Útvarpsleikrit hans, Víxlar með afföllum (1958), í níu þáttum, vakti svo mikla athygli á sinni tíð, að göturnar tæmdust, eða svo var sagt; útvarpið eyddi böndunum. Minningar Agnars Þórðarsonar vitna um höfund í stóru broti, skáld, sem lifir og hrærist í bókmenntum heimsins alls og hefur sitt á þurru, og þær búa yfir miklum og hóglátum þokka. Þetta eru minningabækur af því tagi, sem stórskáld annarra þjóða skilja eftir sig: þær fjalla minnst um höfundinn sjálfan, mest um samferðamenn hans innan lands og utan og andrúmið í kringum þá. Nafnaskráin að leiðarlokum telur um þúsund manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Sú var tíð, og það er ekki ýkja langt síðan, að saga þjóðanna var í fyrsta og síðasta lagi stjórnmálasaga. Slíkt var ofríki stjórnmálanna í uppvexti þjóðríkjanna á rústum lénsveldis á 19. öld. Bergmál þessa ofríkis barst langt fram á 20. öld og fram á þessa og birtist með ýmsu móti. Barnaleikritin í Melaskólanum um og eftir miðja síðustu öld fjölluðu iðulega um kónga og drottningar og prinsa í álögum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fréttatímar útvarps og sjónvarps á okkar dögum eru sama marki brenndir, þótt þeir hafi skánað talsvert frá fyrri tíð: hlutfall stjórnmálafrétta er ennþá langt umfram mikilvægi stjórnmála í lífi fólksins, eða svo sýnist mér. Ekkert rifrildi milli stjórnmálamanna er svo fáfengilegt, að frá því sé ekki sagt í smáatriðum eins og um stórtíðindi sé að tefla. Með líku lagi eru ævisögur stjórnmálamanna víða miklar fyrirferðar. Hér heima hafa þó tiltölulega fáir stjórnmálamenn hirt um að skrifa sjálfsævisögur, þótt undarlegt megi virðast, og aðeins þrír forsætisráðherrar fylla þann flokk: Stefán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson og Steingrímur Hermannsson, hin síðasta skráð af Degi Eggertssyni lækni. Um nokkra aðra eru til ævisögur í fullri lengd, t.d. Hannes Hafstein og Ólaf Thors. Íslandssagan er fátækari fyrir vikið, því að góðar sjálfsævisögur þétta og fylla þjóðarsöguna. Sjálfsævisögur forsætisráðherranna þriggja hafa ýmsa kosti hver á sinn hátt. En þær eru öðrum þræði samdar í sjálfsvörn eins og flestar aðrar slíkar sögur, og það kann að rýra gildi þeirra. Öðru máli gegnir um fyrri hluta sjálfævisögu Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. utanríkisráðherra (Tilhugalíf, 2002). Hún hefur þá sérstöðu meðal slíkra bóka, að hún er ekki skrifuð í sjálfsvörn, heldur ræðst höfundurinn þvert á móti harkalega gegn sjálfum sér fyrir að hafa vaðið í villu og svíma í stjórnmálum langt fram á miðjan aldur með því m.a. að binda trúss sitt við rangan foringja, föður sinn. Þessi játning Jóns Baldvins vitnar um sjaldgæfan kjark og stórhug og lofar góðu um síðara bindið. Sem leiðir hugann að Hannesi Sigfússyni skáldi. En fyrst þetta. Látum það vera, hversu fáir stjórnmálamenn hafa hirt um að auðga Íslandssöguna með endurminningum sínum á prenti. Hitt er enn furðulegra, hversu fá íslenzk skáld hafa birt minningar sínar. Það hafa þó sum þeirra gert með miklum brag. Minningabækur Halldórs Laxness hafa m.a. þá sérstöðu í þessum flokki bóka, að þær eru alþekktar og mikið lesnar, og sumir telja þær meðal beztu bóka hans. Minningabækur Hannesar Sigfússonar (Flökkulíf, 1981, og Framhaldslíf förumanns, 1985) fóru á hinn bóginn fyrir ofan garð og neðan í bókaheiminum, hefur mér virzt, fáir virðast nú kannast við þær. Hannes Sigfússon (1922-1997) var atómskáld og skjólstæðingur, aðdáandi og vinur Steins Steinarr, nema Steinn gat engum veitt nokkurt skjól, ekki heldur sjálfum sér. Hannes kvaddi sér hljóðs sem atómskáld með kvæðabókinni Dymbilvaka (1949) og birti fáeinar aðrar bækur næstu 30 árin og þýddi einar tuttugu og lét annars lítið fyrir sér fara, ól manninn í Noregi nokkurn hluta ævinnar og birti að leikslokum þessar líka skínandi endurminningar í tveim bindum, þar sem hann sallar sjálfan sig niður og dregur ekkert undan. Bækurnar lýsa sviknum draumum, umkomuleysi og ævilangri fátækt á fögru máli. Æviminningar Agnars Þórðarsonar (Í vagni tímans, 1996, og Í leiftri daganna, 2000) eru af öðrum toga. Agnar hefur enga ástæðu til að taka sjálfan sig í gegn: hann er eitt helzta leikskáld Íslendinga, enda þótt verk hans hafi ekki sézt á sviði í höfuðborginni um nokkurt skeið. Það er skaði, því að t.d. Kjarnorka og kvenhylli (Iðnó, 1955) er gott leikrit og á fullt erindi við nútímann, einnig Gauksklukkan (Þjóðleikhúsið, 1958); bæði eru til á prenti. Útvarpsleikrit hans, Víxlar með afföllum (1958), í níu þáttum, vakti svo mikla athygli á sinni tíð, að göturnar tæmdust, eða svo var sagt; útvarpið eyddi böndunum. Minningar Agnars Þórðarsonar vitna um höfund í stóru broti, skáld, sem lifir og hrærist í bókmenntum heimsins alls og hefur sitt á þurru, og þær búa yfir miklum og hóglátum þokka. Þetta eru minningabækur af því tagi, sem stórskáld annarra þjóða skilja eftir sig: þær fjalla minnst um höfundinn sjálfan, mest um samferðamenn hans innan lands og utan og andrúmið í kringum þá. Nafnaskráin að leiðarlokum telur um þúsund manns.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun