Stálinu stappað í þjóðina 7. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira