Stálinu stappað í þjóðina 7. júlí 2005 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. "Það er kaldhæðnislegt að þetta skyldi henda á deginum sem við hittumst og ræðum um hvernig útrýma megi fátæktinni í Afríku," sagði Tony Blair í ávarpi sínu frá heimili sínu að Downingstæti 10 í gær. Blair var á fundi helstu iðnríkja heims í Gleneagles í Skotlandi í gærmorgun þegar árásirnar í Lundúnum voru gerðar en hann ákvað fljótlega að sín væri frekar þörf í höfuðborginni hjá þjóð sinni. Síðdegis fundaði Blair með Cobra, neyðarnefnd ríkisstjórnarinnar og embættismanna, en síðan flutti hann sjónvarpsávarp sitt þar sem hann hét að hafa hendur í hári þeirra sem fyrir árásunum stóðu. Blair vék í ræðu sinni að því æðruleysi sem hann sagði Lundúnabúa hafa sýnt á þessum erfiðu tímum. "Það er með hryðjuverkum sem þessir illvirkjar kjósa að sýna þau gildi sem þeir aðhyllast. Því er rétt að á þessum tíma sýnum við þau gildi sem við viljum standa fyrir. Þeir reyna að slátra saklausu fólki til að fæla okkur frá því að gera þá hluti sem við kjósum. Þeim skal ekki og má ekki takast ætlunarverk sitt." Michael Howard og Charles Kennedy, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra, sendu báðir samúðarkveðjur sínar til fórnarlamba árásanna og lofuðu jafnframt hetjudáðir lögreglu, sjúkra- og slökkviliðs. Þeir lýstu ennfremur fullum stuðningi við stjórnina í málinu. Charles Kennedy sló aldrei þessu vant á svipaða strengi og George W. Bush í ræðu sinni. "Munurinn á þeim sem reyna að eyða og drepa og þeim sem eru að reyna að byggja til framtíðar [á G8-fundinum] gæti ekki verið meira sláandi. Hryðjuverkamennirnir mega ekki sigra." George Galloway, hinn umdeildi skoski þingmaður sagði í viðtali við BBC að árásirnar væru "fyrirlitlegar en ekki alveg ófyrirsjáanlegar."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira