
Innlent
Eldur gaus upp í smárútu
Sex menn sluppu ómeiddir þegar eldur gaus upp í smárútu á ferð á Sandskeiði um klukkan hálfsex í morgun. Ökumaður stöðvaði bílinn í skyndingu og stukku allir út. Farþegarnir náðu líka að bjarga farangri sínum en þeir voru á leið til útlanda með morgunfluginu. Bíllinn brann til kaldra kola en farþegarnir hringdu á leigubíl og héldu för sinni áfram. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti í glæðunum. Eldsupptök eru ókunn.