Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira