Sex ákærðir í Baugsmálinu 1. júlí 2005 00:01 Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tæplega þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum brotum gegn almenningshlutafélaginu Baugi hf. lauk í gær með útgáfu kæra á hendur sex manns tengdum fyrirtækinu. Þar á meðal eru Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, Kristín Jóhannesdóttir stjórnarmaður og Jóhannes Jónsson einn aðaleigenda Baugs, auk endurskoðendanna Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur. "Rannsókn málsins hefur verið afar umfangsmikil og mjög tímafrek og krafist víðtækrar gagnaöflunar og húsleita í Færeyjum og Lúxemborg. Yfirheyrslur í málinu skipta hundruðum," segir í tilkynningu Ríkislögreglustjóra. Gert er ráð fyrir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst næstkomandi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sagðist að sinni ekki vilja tjá sig um álitsgerðir Jóns Ásgeirs eða álitsgerð sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann fyrir Baug um rannsókn lögreglu. Að öðru leyti vísaði hann á tilkynningu embættisins um málið en þar kemur fram að takmörk séu á hversu mikið lögregla getur tjáð sig meðan málið er fyrir dómi. Í tilkynningunni segir einnig að möguleg skattalagabrot séu enn til rannsóknar hjá embættinu, en hluta málsins var vísað til Skattrannsóknastjóra haustið 2003. Stjórn Baugs hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna rannsóknar lögreglu. "Baugur Group hf. stendur einhuga á bak við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra, og sakborninga málsins, en þeir hafa allir staðfastlega haldið fram sakleysi sínu gagnvart öllum sakargiftum," segir í yfirlýsingu sem Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, skrifar undir. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, áréttaði að hann vísaði sakargiftum á bug, en ekki náðist í Jón Ásgeir. Jóhannes Jónsson kvaðst vera í útlöndum og því hafi hann ekki séð ákæruna enn og ætli af þeim sökum ekki að tjá sig um hana að svo stöddu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira