2 daga fangelsi fyrir lakkrís 29. júní 2005 00:01 Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær. Talstöðin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær.
Talstöðin Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira