Vald og veruleiki 28. júní 2005 00:01 Bandaríkin og Bretar hófu innrás í Írak hinn 19. mars 2003. Fram að þeim tíma hafði George Bush haldið því fram að Saddam Hussein gæti komist hjá styrjöld með því að gefa heiminum nákvæmar upplýsingar um þau gereyðingarvopn, sem hann hefði undir höndum og undirgangast að þeim yrði eytt með óyggjandi hætti. Forsetinn hélt áfram að hamra á þessu jafnvel í ræðu sinni 16. október 2002 eftir að þingið hafði gefið honum heimild til þess að lýsa yfir stríði, þegar honum þætti það óhjákvæmilegt. Þá sagði hann að eina ósk Bandaríkjamanna væri að afstýra þeirri ógn við heimsfriðinn, sem stafaði frá Írak. Vonandi væri unnt að gera það með friðsamlegum hætti. Það væri nú undir Saddam Hússein komið. Hinn 1. maí síðastliðinn, undir lok kosningabaráttunnar í Bretlandi, birti Lundúnablaðið Sunday Times orðrétt leyniskjal frá 23. júlí 2002, fundargerð frá fundi Tony Blairs og helstu ráðgjafa hans í utanríkis- og öryggismálum. Þar kom greinilega fram að Bush hafði að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áðurnefnda ræðu sína til þingsins ákveðið að ráðast inn í Írak og ekkert sem Írakar gerðu eða kusu að láta ógert hefði breytt þeirri ákvörðun. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw skýrði nefnilega frá því á þessum fundi að Bush hefði þegar gert upp hug sinn. Tímasetningin ein væri ekki ákveðin enn. Átyllan risti þó grunnt. Saddam væri ekki ógnun við nágrannaríkin og hefði minni getu til þess að beita gereyðingarvopnum heldur en Líbía, Norður-Kórea og Íran. Því ættu Bretar að hjálpa til við að skapa lögmæta ástæðu fyrir stríði með því að fara með málið fyrir Öryggisráðið, þó svo að enginn áhugi væri fyrir því í Washington. Allir vita svo hvernig fór. Átyllan reyndist engin; Saddam átti engin gereyðingarvopn. Allur undirbúningur styrjaldarinnar var byggður á lygum, fölskum veruleika sem var búinn til í Washington með því að hagræða skýrslum leyniþjónustanna og laga staðreyndir eftir hentugleikum. Eftir á er svo sökinni varpað á njósnastofnanirnar og reynt að láta líta svo út að pólitíkusarnir hafi unnið að málinu í góðri trú! Bandarísku stórblöðin New York Times og Washington Post hafa beðið lesendur sína afsökunar á því að hafa gleypt allar lygar stjórnvalda hráar og þannig látið nota sig sem tæki til þess að gera almenningsálitið móttækilegt fyrir stríði. En hvernig getur það gerst að á fjölmiðlunar- og upplýsingaöld geti ráðamenn vafið fjölmiðlum um fingur sér og fengið þá til þátttöku í markvissri lyga- og áróðursherferð, sem steypir heiminum út í styrjöld? Fréttamaður frá New York Times átti athyglisvert viðtal við einn af æðstu ráðgjöfum Bush forseta, í fylgitímariti blaðsins í desember síðastliðnum. Blaðamaðurinn velti fyrir sér hvar stjórnvöld drægju línurnar milli staðreynda og pólitískrar stefnu: "Ráðgjafinn sagði að menn eins og ég (þ.e. fréttamenn og fréttaskýrendur) tilheyrðu "því sem við köllum veruleikatengda samfélagið", sem hann skilgreindi nánar sem "fólk, sem heldur að lausnir finnist með yfirvegaðri rannsókn á greinanlegum veruleika."" Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað um grunnreglur upplýsingar og raunhyggju. Hann greip frammí fyrir mér. "Þannig virkar veröldin ekki lengur", hélt hann áfram. "Núna erum við heimsveldi, og þegar við grípum til aðgerða þá sköpum við okkar eigin veruleika. Og meðan þið eruð að velta þeim veruleika fyrir ykkur - af mikilli yfirvegun vonandi - þá grípum við til annarra aðgerða og sköpum með því nýjan veruleika sem þið byrjið svo að gaumgæfa og þannig koll af kolli. Við erum gerendur sögunnar og þið... það hlutskipti sem ykkar bíður er að þið fáið að kanna gaumgæfilega hvað það er sem við erum að gera." Þó svo að á yfirborðinu líti þessi röksemdafærsla út fyrir að vera lærð úttekt á trú og trúarbrögðum fer því fjarri. Í rauninni er þetta röksemdafærsla fyrir valdinu og áhrifum þess á sannleikann. Rökin eru þau að valdið geti skapað sannleikann í sinni mynd: Valdið muni að lokum ákvarða veruleikann, eða að minnsta kosti þann veruleika sem fólk flest viðurkennir. Og það er þetta sem skiptir sköpum. Stjórnvöld kæra sig kollótt um hverju lesendur virtra fjölmiðla, eins og New York Times, trúa, það sem skiptir máli er hvað hægt er að fá hinn breiða fjölda til að trúa, hvaða blekkingum þarf að beita, hvaða lygar þarf að spinna upp til þess að skapa það andrúmsloft að hægt sé að hefja stríð. Og meðan almenningur hefur ekkert við það að athuga að stjórnvöld umgangist sannleikann, veruleikann og staðreyndirnar, með þessum hætti munum við fá meira af svo góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Bandaríkin og Bretar hófu innrás í Írak hinn 19. mars 2003. Fram að þeim tíma hafði George Bush haldið því fram að Saddam Hussein gæti komist hjá styrjöld með því að gefa heiminum nákvæmar upplýsingar um þau gereyðingarvopn, sem hann hefði undir höndum og undirgangast að þeim yrði eytt með óyggjandi hætti. Forsetinn hélt áfram að hamra á þessu jafnvel í ræðu sinni 16. október 2002 eftir að þingið hafði gefið honum heimild til þess að lýsa yfir stríði, þegar honum þætti það óhjákvæmilegt. Þá sagði hann að eina ósk Bandaríkjamanna væri að afstýra þeirri ógn við heimsfriðinn, sem stafaði frá Írak. Vonandi væri unnt að gera það með friðsamlegum hætti. Það væri nú undir Saddam Hússein komið. Hinn 1. maí síðastliðinn, undir lok kosningabaráttunnar í Bretlandi, birti Lundúnablaðið Sunday Times orðrétt leyniskjal frá 23. júlí 2002, fundargerð frá fundi Tony Blairs og helstu ráðgjafa hans í utanríkis- og öryggismálum. Þar kom greinilega fram að Bush hafði að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áðurnefnda ræðu sína til þingsins ákveðið að ráðast inn í Írak og ekkert sem Írakar gerðu eða kusu að láta ógert hefði breytt þeirri ákvörðun. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw skýrði nefnilega frá því á þessum fundi að Bush hefði þegar gert upp hug sinn. Tímasetningin ein væri ekki ákveðin enn. Átyllan risti þó grunnt. Saddam væri ekki ógnun við nágrannaríkin og hefði minni getu til þess að beita gereyðingarvopnum heldur en Líbía, Norður-Kórea og Íran. Því ættu Bretar að hjálpa til við að skapa lögmæta ástæðu fyrir stríði með því að fara með málið fyrir Öryggisráðið, þó svo að enginn áhugi væri fyrir því í Washington. Allir vita svo hvernig fór. Átyllan reyndist engin; Saddam átti engin gereyðingarvopn. Allur undirbúningur styrjaldarinnar var byggður á lygum, fölskum veruleika sem var búinn til í Washington með því að hagræða skýrslum leyniþjónustanna og laga staðreyndir eftir hentugleikum. Eftir á er svo sökinni varpað á njósnastofnanirnar og reynt að láta líta svo út að pólitíkusarnir hafi unnið að málinu í góðri trú! Bandarísku stórblöðin New York Times og Washington Post hafa beðið lesendur sína afsökunar á því að hafa gleypt allar lygar stjórnvalda hráar og þannig látið nota sig sem tæki til þess að gera almenningsálitið móttækilegt fyrir stríði. En hvernig getur það gerst að á fjölmiðlunar- og upplýsingaöld geti ráðamenn vafið fjölmiðlum um fingur sér og fengið þá til þátttöku í markvissri lyga- og áróðursherferð, sem steypir heiminum út í styrjöld? Fréttamaður frá New York Times átti athyglisvert viðtal við einn af æðstu ráðgjöfum Bush forseta, í fylgitímariti blaðsins í desember síðastliðnum. Blaðamaðurinn velti fyrir sér hvar stjórnvöld drægju línurnar milli staðreynda og pólitískrar stefnu: "Ráðgjafinn sagði að menn eins og ég (þ.e. fréttamenn og fréttaskýrendur) tilheyrðu "því sem við köllum veruleikatengda samfélagið", sem hann skilgreindi nánar sem "fólk, sem heldur að lausnir finnist með yfirvegaðri rannsókn á greinanlegum veruleika."" Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað um grunnreglur upplýsingar og raunhyggju. Hann greip frammí fyrir mér. "Þannig virkar veröldin ekki lengur", hélt hann áfram. "Núna erum við heimsveldi, og þegar við grípum til aðgerða þá sköpum við okkar eigin veruleika. Og meðan þið eruð að velta þeim veruleika fyrir ykkur - af mikilli yfirvegun vonandi - þá grípum við til annarra aðgerða og sköpum með því nýjan veruleika sem þið byrjið svo að gaumgæfa og þannig koll af kolli. Við erum gerendur sögunnar og þið... það hlutskipti sem ykkar bíður er að þið fáið að kanna gaumgæfilega hvað það er sem við erum að gera." Þó svo að á yfirborðinu líti þessi röksemdafærsla út fyrir að vera lærð úttekt á trú og trúarbrögðum fer því fjarri. Í rauninni er þetta röksemdafærsla fyrir valdinu og áhrifum þess á sannleikann. Rökin eru þau að valdið geti skapað sannleikann í sinni mynd: Valdið muni að lokum ákvarða veruleikann, eða að minnsta kosti þann veruleika sem fólk flest viðurkennir. Og það er þetta sem skiptir sköpum. Stjórnvöld kæra sig kollótt um hverju lesendur virtra fjölmiðla, eins og New York Times, trúa, það sem skiptir máli er hvað hægt er að fá hinn breiða fjölda til að trúa, hvaða blekkingum þarf að beita, hvaða lygar þarf að spinna upp til þess að skapa það andrúmsloft að hægt sé að hefja stríð. Og meðan almenningur hefur ekkert við það að athuga að stjórnvöld umgangist sannleikann, veruleikann og staðreyndirnar, með þessum hætti munum við fá meira af svo góðu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun