Kynferðisbrotum fækkaði um 25% 22. júní 2005 00:01 Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. 128 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík, um fjórðungi færri en árið 2003. Þar af voru 24 nauðganir miðað við 33 árið áður. Eitt mál sem tengist vændi var kært. Rannsókn málsins er að mestu lokið en vændið fór fram á nuddstofu þar sem boðið var upp á það sem kallað er erótískt nudd. Tilkynntum ofbeldisbrotum í Reykjavík hefur fækkað um þriðjung síðustu fimm árin. Fíkniefnabrotum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá árinu 2000 og voru 731 í fyrra. Tæplega 6.000 auðgunarbrot voru tilkynnt, þar á meðal tólf kærur vegna svika í netviðskiptum. Tuttugu og sjö rán voru framin, rétt eins og í fyrra og í hittifyrra. Lögreglan skráði 24.300 umferðarlagabrot í umdæminu sem jafngildir því að fimmti hver íbúi á svæðinu hafi verið gripinn fyrir brot á umferðarlögum í fyrra. Handtökur voru tæplega fjögur þúsund og voru 2.123 einstaklingar handteknir, þar af voru 1.533 vistaðir í fangageymslum. Karlar voru 82% þeirra sem handteknir voru. Lögreglan í Reykjavík sinnti að jafnaði 216 verkefnum á sólarhring í fyrra eða níu á hverri klukkustund. Lögreglustjóranum tókst líka að halda vel utan um budduna en um 50 milljón króna afgangur varð af rekstrinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
Tilkynningum um kynferðisbrot í Reykjavík fækkaði um fjórðung í fyrra, innbrotum fækkaði um 12%, en fíkniefnabrotum fjölgaði um 3%. Karlar voru rúm áttatíu prósent þeirra sem handteknir voru. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík fyrir árið 2004. 128 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík, um fjórðungi færri en árið 2003. Þar af voru 24 nauðganir miðað við 33 árið áður. Eitt mál sem tengist vændi var kært. Rannsókn málsins er að mestu lokið en vændið fór fram á nuddstofu þar sem boðið var upp á það sem kallað er erótískt nudd. Tilkynntum ofbeldisbrotum í Reykjavík hefur fækkað um þriðjung síðustu fimm árin. Fíkniefnabrotum hefur hins vegar fjölgað stöðugt frá árinu 2000 og voru 731 í fyrra. Tæplega 6.000 auðgunarbrot voru tilkynnt, þar á meðal tólf kærur vegna svika í netviðskiptum. Tuttugu og sjö rán voru framin, rétt eins og í fyrra og í hittifyrra. Lögreglan skráði 24.300 umferðarlagabrot í umdæminu sem jafngildir því að fimmti hver íbúi á svæðinu hafi verið gripinn fyrir brot á umferðarlögum í fyrra. Handtökur voru tæplega fjögur þúsund og voru 2.123 einstaklingar handteknir, þar af voru 1.533 vistaðir í fangageymslum. Karlar voru 82% þeirra sem handteknir voru. Lögreglan í Reykjavík sinnti að jafnaði 216 verkefnum á sólarhring í fyrra eða níu á hverri klukkustund. Lögreglustjóranum tókst líka að halda vel utan um budduna en um 50 milljón króna afgangur varð af rekstrinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira