Segja málflutning ASÍ rangan 21. júní 2005 00:01 Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins. Mennirnir tólf komu hingað til lands í vor og hófu störf hjá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem leigt höfðu þá hjá öðru íslensku fyrirtæki, Geymi ehf. Það fyrirtæki hafði sótt um atvinnuleyfi fyrir mennina og lagt fram fölsk gögn með umsóknunum, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ. Stéttarfélagið Efling fékk umsóknirnar til umsagnar og hafnaði þeim þar sem Geymir hafði ekki greitt lögbundin gjöld af starfsmönnum sínum. Þrátt fyrir þetta samþykkti Vinnumálastofnun umsóknirnar um atvinnuleyfin. Talið er að aldrei hafi annað staðið til en að leigja mennina út og undirrituðu þeir samning við íslenska fyrirtækið með skilyrðum sem vart hafa sést í ráðningarsamningum hér á landi og á kjörum sem standast engan veginn lágmarkskröfur sem lög og samningar setja. Samkvæmt samningnum áttu mennirnir að vinna 250 tíma á mánuði á jafnaðarkaupi, 480 krónum á tímann. Sama kaup átti að greiða fyrir eftirvinnu. Mönnunum var séð fyrir húsaskjóli sem ekki stenst kröfur íslenskra laga. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir alveg ljóst að þarna sé verið að brjóta allar reglur sem hægt sé að brjóta. Í fyrsta lagi sé verið að brjóta lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að flytja þá inn á fölskum forsendum. Þá sé einnig verið að brjóta útlendingalögin og jafnframt hvert einasta ákvæði kjarasamninga og laga er varða réttindi launafólks. Hjá ASÍ telja menn að Geymir, sem flutti mennina inn, hafi jafnvel reynt að smygla þeim aftur úr landi til að koma í veg fyrir að þeir gætu borið vitni. Forráðamenn Geymis vildu ekki koma í viðtal vegna málsins en vísuðu á talsmann sinn og lögmann, Eirík Þorláksson. Hann sagði málflutning ASÍ bæði rangan og villandi. Ekkert lægi fyrir um falskar forsendur og mannaleigu og hann mótmælti því að ekki hefði verið farið eftir samningum og lögum. Tólfmenningarnir hafi notið allra réttinda samkvæmt samningi Eflingar. Aldrei hafi neitt annað staðið til. Ráðningarsamninginn útskýrir hann svo að forráðamenn Geymis hafi viljað útskýra fyrir Pólverjunum hvernig málum væri háttað og að allar tölur í samningnum miðist við að öll gjöld, skattar, lífeyrir, húsaleiga o.fl. hafi verið dregin af.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira