Vináttan lengir lífið 20. júní 2005 00:01 Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum. Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Traustur vinur getur gert kraftaverk, segir í góðum dægurlagatexta og nýjustu rannsóknir sýna að samneyti við vini getur lengt lífið og aukið lífsgæðin töluvert, einkum þó á efri árum. Ástralskar rannsóknir sýna fram á að þeir sem hafa vini sína í kringum sig í ellinni muni lifa lengur en þeir sem eru umkringdir fjölskyldu sinni. Rannsóknin hófst árið 1992 og fór þannig fram að fylgst var með líftíma rúmlega fimmtán hundruð einstaklinga yfir sjötugt. Þátttakendur í rannsókninni voru spurðir í hversu miklu og nánu sambandi þeir væru við börn, ættingja, vini og trúnaðarmenn. Síðan var fylgst með fólkinu á þriggja ára fresti og lífslíkur metnar. Eftir að rannsóknin hafði staðið yfir í tólf ár kom í ljós að náin samskipti við börn og ættingja virtust ekki lengja líf fólksins svo nokkru nam en þeir sem áttu stóran vina- og kunningjahóp voru mun líklegri til að lifa lengur en þeir sem áttu fáa vini. Rannsakendur telja að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að yfirleitt velur fólk sér vini en situr uppi með fjölskylduna og þá geta samskipti við fjölskyldu verið mun þvingaðri en samskiptin við vinina. Vinirnir fá fólk líka frekar til að huga að heilsunni, hafa tíma til að stunda skemmtilega hreyfingu með viðkomandi og hjálpa til við að létta á streitu og kvíða á erfiðum stundum.
Heilsa Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira