Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur 19. júní 2005 00:01 Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira