Ók á steinstólpa við Elliðaárbrú

Karlmaður um fertugt slasaðist alvarlega þegar bíll hans lenti á steinstólpa við Elliðaárbrúna í Reykjavík í morgun. Maðurinn var einn á ferð á leið í suðurátt. Bíll hans skemmdist mikið og þurfti að klippa manninn úr bílnum. Talið er að hann hafi brotnað illa og líklega orðið fyrir innvortis blæðingum. Rannsóknarnefnd umferðarslysa var kölluð á vettvang.