Hraðakstur vandamál

Áberandi mikið var um hraðakstur á þjóðvegum landsins í gær og fyrradag og höfðu flest lögregluembætti við þjóðveginn nóg að gera við eftirlit. Á Akureyri mældi lögregla 20 ökumenn sem óku of hratt og margir hverjir verulega yfir hámarkshraða en að auki fékk lögreglan margar tilkynningar frá vegfarendum sem kvörtuðu yfir háskalegum akstri. Lögregla í Borgarnesi og á Blönduósi höfðu einnig talsverðan viðbúnað en þar fór allt að mestu vel fram og vildu lögreglumenn meina að mikil umferð hafi komið í veg fyrir eilífan framúrakstur og hraðakstur.