Eignin 34 en ekki 25 prósent 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Ríkisendurskoðandi segir í tilkynningu til formanns fjárlaganefndar eftir fundinn, að óbeinn hlutur venslamanna Halldórs Ásgrímssonar í Skinney-Þinganesi hafi því ekki um 25 prósent líkt og fram kom í minnisblaði ríkisendurskoðanda síðastliðinn mánudag heldur um 34 prósent. Ríkisendurskoðandi metur það svo að ofangreindar upplýsingar breyti ekki þeirri niðurstöðu stofnunarinnar að Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum á sínum tíma á vettvangi ráðherranefndarinnar. Ríkisendurskoðun telur að þetta hafi verið eina atriðið sem hún hafi ekki veitt fullnægjandi svar við á fundi fjárlaganefndar í gær. Að gefnu þessu svari líti stofnunin svo á að málinu sé lokið af hennar hálfu. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að það hljóti að teljast grafalvarlegt að enn á ný komi í ljós að ekki sé unnt að treysta upplýsingum sem tengist Skinney-Þinganesi í þessu ferli. Gunnar Ásgeirsson, einn af eigendum Ketillaugar og stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla og stjórnmálamanna á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði að umræðan hefði byggst á upphrópunum og fullyrðingum sem skaðað hefðu ímynd félagsins að ósekju. Skinney-Þinganes gæti ekki borið ábyrgð á misritunum annarra sem virtust hafa þyrlað upp moldviðri. Gunnar sagði jafnframt að hlutdeild Skinneyjar Þinganess í hagnaði Hesteyrar árið 2002 hefði numið tæpum 74 milljónum króna eftir skatta. Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. Að athuguðu máli upplýsti hann eftir fundinn að lögmanni Skinneyjar Þinganess hefði sést yfir að sumir hluthafar í Ketillaugu, sem áttu rétt um 18 prósent í Skinney-Þinganesi í október árið 2002, væru venslamenn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Samanlagt hefðu venslamenn forsætisráðherra því átt helming í áðurgreindu félagi.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira