Sektir upp á tæpar 100 milljónir 15. júní 2005 00:01 Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira