Mótmælendur enn í haldi

Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum. Samtökin Náttúruvaktin gáfu út yfirlýsingu í kjölfar atburðarins þar sem samtökin sverja aðgerðirnar af sér. Náttúruvaktin bendir hins vegar á að þau spjöll sem unnin hafi á Nordica í gær séu afturkræf en það sama megi ekki segja um aðför álrisanna að íslenskri náttúru.