Umræðan ekki skaðað Framsókn 14. júní 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna sölu bankanna og ásakanir stjórnarandstöðunnar um vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna óbeinna eignatengsla hans og S-hópsins hafi hvorki skaðað Framsóknarflokkinn né ríkisstjórnina. Ennfremur sé samstarf ríkisstjórnarflokkanna jafngott sem fyrr. "Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að þessi umræða mun halda áfram og jafnvel út sumarið. Samfylkingin mun hjakka í sama ómálefnalega farinu. Það er fyrst og fremst Halldór Ásgrímsson sem stendur í vegi fyrir nýja formanni Samfylkingarinnar og forsætisráðherraefninu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Málefnaleg staða Framsóknarflokksins er mjög góð og stjórnarandstaðan getur því ekki gagnrýnt okkur á málefnalegum grundvelli. Þess vegna er gripið til persónulegra árása," segir Valgerður."Það er verst fyrir þessa þingmenn sjálfa. Fólk sér í gegn um umræðu þeirra og málflutning," segir Valgerður. Hún segist jafnframt sannfærð um að staða Halldórs innan flokksins hafi ekki veikst við umræðuna og að málið muni ekki skaða flokkinn inn á við. "Fyrst niðurstaða ríkisendurskoðanda var sú sem raun ber vitni er þetta búið mál innan Framsóknarflokksins. Það er algjörlega útilokað að það skaði Halldór á nokkurn hátt því staða hans er mjög sterk innan flokksins," segir Valgerður. Valgerður ber ábyrgðina Ríkisendurskoðandi segir í nýútkominni skýrslu um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002, að Valgerður Sverrisdóttir sem viðskiptaráðherra beri alla ábyrgð á sölu bankanna tveggja. Ábyrgðin hvíli ekki á ráðherranefndinni heldur fagráðherra, sem í þessu tilfelli er viðskiptaráðherra. Ríkisendurskoðandi heldur því fram að ráðherranefnd um einkavæðingu sé fyrst og fremst ætlað að einfalda aðkomu ríkisstjórnar að einkavæðingarverkefnum og greiða fyrir staðfestingu stefnumarkandi ákvarðana þeim tengdum, sem annars væru í höndum ríkisstjórnar. Ákvörðunin sé eftir sem áður tekin af viðkomandi ráðherra og á ábyrgð hans. Ráðherranefndin geti því varla talist stjórnsýslunefnd, sem ætlað er að taka stjórnvaldsákvarðanir í skilningi stjórnsýslulaga. Til þess sýnist hana skorta nægilega skýran lögformlegan grundvöll. Eignatengslin aldrei rædd Valgerður er spurð að því hvort óbein eignatengsl Halldórs Ásgrímssonar við S-hópinn í aðdragandanum að sölu Búnaðarbankans hafi komið til tals innan ráðherranefndarinna,r eða hvort þau Halldór hafi rætt þau sín á milli. "Nei, það kom ekki til umræðu, enda fórum við í ráðherranefndinni að tillögum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu og ráðgjafafyrirtækis okkar, HSBC, varðandi sölu bankanna," segir Valgerður. "Halldór ber ekki ábyrgð á þessu máli, eins og ríkisendurskoðandi bendir á, heldur ég, enda er ríkisstjórnin ekki fjölskipað stjórnvald. Þó svo að Halldór færi með ábyrgðina hefði hann samt verið til þess hæfur, líkt og ríkisendurskoðandi sýnir fram á í skýrslu sinni," segir Valgerður. "Það hefði alltaf verið hægt að sýna fram á einhvers konar tengsl, sama hvaða kaupandi hefði verið valinn, því íslenskt samfélag er svo lítið. Ef Kaldbakur hefði til að mynda verið valinn til að kaupa Búnaðarbankann hefði ég líklega orðið fyrir gagnrýninni og sögð vanhæf vegna þess að ég er félagsmaður í KEA," segir hún. Ekki þörf á rannsókn Valgerður er spurð hvort ekki komi til greina að láta fara fram opinbera rannsókn á sölu ríkisbankanna tveggja, líkt og stjórnarandstaðan hafi stungið upp á, svo ríkisstjórnarflokkarnir geti gert hreint fyrir sínum dyrum í eitt skipti fyrir öll. "Það er búið að hreinsa okkur af öllum ásökunum stjórnarandstöðunnar. Þetta er útkljáð mál. Ríkisendurskoðandi hefur skrifað tvær skýrslur um bankasöluna auk nýju skýrslunnar um hæfi forsætisráðherra og ef þingmenn ætla ekki að gera neitt með þá niðurstöðu hljótum við að velta því fyrir okkur hvort sú stofnun eigi rétt á sér," segir Valgerður.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira