Handboltarisinn að vakna 14. júní 2005 00:01 Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar. Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Handknattleiksdeild FH er stórhuga fyrir næsta tímabil og safnar liði í kvenna- og karlaflokki. Formaðurinn deildarinnar er búinn að fá nóg af meðalmennskunni og segir kominn tíma á að vekja handboltarisann. Kvennalið FH hefur styrkst verulega síðustu vikur með komu örvhentu skyttunnar Ásdísar Sigurðardóttur frá Stjörnunni og hinnar stórefnilegu Örnu Gunnarsdóttur sem kom frá Gróttu/KR. FH er þar að auki með tvær sterkar erlendar stúlkur til reynslu, annars vegar landsliðsmarkvörð Litháa og svo norskan leikmann sem lék undir stjórn þjálfara FH, Kristjáns Halldórssonar, í Noregi en hún getur leikið bæði sem línumaður og skytta. „Við ætlum okkur stóra hluti, bæði í karla- og kvennaflokki. Við erum fjölmörg sem komum að þessu og erum orðin þreytt á meðalmennskunni og getum ekki horft upp á þetta ástand öllu lengur,“ sagði Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH. Mikill metnaður „FH er félag sem er í fremstu röð í fótbolta og frjálsum, en hefur samt hingað til verið þekktast fyrir að vera handboltarisi. Það er kominn tími til þess að vekja þennan handboltarisa. Metnaður okkar er einfaldur: Það er að tefla fram tveimur liðum sem eru samkeppnishæf eða eiga raunhæfan möguleika á titilbaráttu.“ Fyrir utan þessa fínu viðbót hefur landsliðskonan Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir skrifað undir nýjan samning og skyttan Dröfn Sæmundsdóttir mun væntanlega gera nýjan samning við félagið þar sem ekki er útlit fyrir að framhald verði á Spánardvöl hennar. Karlaliðið hefur einnig styrkst mikið síðustu vikur, en FH er búið að gera samning við litháíska skyttu og svo hefur félagið fengið Andra Berg Haraldsson og Daníel Berg Grétarsson. Örn segir að þar verði ekki látið staðar numið heldur ætli félagið sér einn til tvo sterka leikmenn til viðbótar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira