Boðar að flugvöllurinn skuli fara 9. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira