Nýtt Íslandshefti Merian 8. júní 2005 00:01 Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þýska ferðatímaritið Merian helgar nýjasta hefti sitt, sem kom út nú um mánaðamótin, umfjöllun um Ísland. Þetta er þriðja heftið um Ísland sem Merian gerir á þeirri rúmu hálfu öld sem þetta vandaða mánaðarrit hefur komið út; fyrsta Íslandsheftið kom út árið 1972 og annað árið 1989. Höfundar efnis í þessu nýjasta Íslandshefti Merian eru bæði þýskir og íslenskir, þar á meðal þýski blaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Henryk M. Broder, ljósmyndarinn Sigurgeir Sigurjónsson og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason. Í ritinu er einnig grein um íslenskt efnahagslíf eftir Auðun Arnórsson, blaðamann á Fréttablaðinu. "Hið stórfenglega landslag, síðasta ósnortna víðerni Evrópu, er og verður aðall Íslands - bæði fyrir flesta ferðamenn og fyrir þetta Merian-hefti," skrifar aðalritstjórinn Andreas Hallaschka í inngangsorðum. "Þar við bætist hin lifandi höfuðborg eyríkisins, sem var sofandalegur bær þegar síðasta Íslandshefti kom út árið 1989. Núna virkar Reykjavík sem segull fyrst og fremst á unga borgarferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu, sem finna hér líflegt tónlistar- og tískulíf. Andstæður, sem gera Ísland enn áhugaverðara, einnig fyrir lesendur [þessa heftis]," skrifar ritstjórinn.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira