Hangikjöt besti matur á fjöllum 7. júní 2005 00:01 "Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til. Ferðalög Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er að fara í Bása um næstu helgi með pabba. Þá hitti ég líka Hilmar vin minn. Ég er búin að þekkja hann alveg frá því ég fæddist." segir Þórhildur brosandi. Hún á heima í Reykjavík og er að ljúka 1. bekk í Vogaskóla en fer að jafnaði tvær helgar í mánuði útúr bænum, ýmist með mömmu eða pabba sem bæði eru útivistarfólk. Pabbinn er í jeppadeild Útivistar en mamman er meira í gönguferðum. Oft liggur leiðin í Bása en Þórhildur nefnir líka Landmannalaugar, Álftavatn, Langadal, Hrauneyjar, Hveravelli og fleiri staði sem hún segist fara á jafnt að sumri sem vetri. Hún hefur átt gönguskíði frá því hún var tveggja ára og notar þau þegar hún fer uppá hálendið á veturna og hefur líka með sér þotu og skóflu. Teikniblokk og litir eru yfirleitt með í för enda ætlar hún að verða listamaður þegar hún verður stór. Oft er sungið í ferðunum og Þórhildur segist kunna mörg lög. "Ég fékk alvöru gítar í jólagjöf frá mömmu og frændi minn er að kenna mér á hann," upplýsir hún. Svo sýnir hún nýja gönguskó sem hún fékk í afmælisgjöf. Hún tók þá upp inni í Básum þar sem hún hélt upp á sjö ára afmælið þann 14. maí. Hangikjöt er besti maturinn á ferðalögum að hennar áliti en hvar skyldi henni finnast fallegast á landinu? "Í Strúti, mér finnst fjöllin þar svo falleg," segir hún og kveðst nýlega hafa verið þar með mömmu sinni að hjálpa til að gera við skálann og haft með sér hamarinn sinn. "Í sumar fer ég svo með ömmu í Þórsmörk í sumarbúðir fjölskyldunnar. Þá verð ég í eina viku," segir hún og hlakkar greinilega til.
Ferðalög Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira