Hristir af sér vetrarforðann 7. júní 2005 00:01 "Fyrir mig og eins og flesta er alger nauðsyn að hreyfa sig annars kemur það í bakið á manni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og segist vera nokkuð meðvitaður um að hreyfa sig en kannski ekki alltaf nógu duglegur. "Eina leiðin til að gera þetta af einhverju viti er að æfa reglulega í líkamsræktarstöð, en það hef ég gert lengi," segir Guðlaugur Þór. Auk þess að sækja líkamsræktarstöðina, spilar hann fótbolta og körfubolta, hjólar með fjölskyldunni, fer á skíði á veturna og út að hlaupa. Hann hefur líka vanið sig á að hlaupa alltaf upp stiga í stað þess að taka lyftu, en lykilatriðið segir hann að hafa fjölbreytni í hreyfingunni til að koma í veg fyrir stöðnun. "Stundum eru stigarnir eina hreyfingin sem ég fæ sérstaklega þegar mikið er að gera og erfitt að komast frá. Starfið mitt er bara þess eðlis að maður veit aldrei hvenær stund gefst," segir Guðlaugur Þór en vinnan getur tekið mikið af hans tíma og segir hann það hafa orðið til þess að allir fótboltahópar sem hann spilar með hafa gefist upp á honum. "Já, það gefast allir upp á mér því ég mæti svo illa," segir Guðlaugur Þór og skellihlær. Nú þegar komið er að sumarfríi segist hann ætla að nota það til að hreyfa sig aðeins. "Ég er búinn að safna á mig smá vetrarforða sem ég þarf að losna við, svo mér verði ekki of heitt í sumar," segir Guðlaugur Þór og skellir upp úr. "Konan er nýbúin að skoða gamlar myndir og heimtar að ég fari í átak," segir Guðlaugur Þór kíminn og tilkynnir með stolti að hann ætli að læra tennis í sumar og hann hafi verið úti að hlaupa nú síðast í morgun. "Ég er nú kannski enginn brjálaður hlaupagarpur, en mér líður voða vel á eftir," segir Guðlaugur Þór. Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fyrir mig og eins og flesta er alger nauðsyn að hreyfa sig annars kemur það í bakið á manni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður og segist vera nokkuð meðvitaður um að hreyfa sig en kannski ekki alltaf nógu duglegur. "Eina leiðin til að gera þetta af einhverju viti er að æfa reglulega í líkamsræktarstöð, en það hef ég gert lengi," segir Guðlaugur Þór. Auk þess að sækja líkamsræktarstöðina, spilar hann fótbolta og körfubolta, hjólar með fjölskyldunni, fer á skíði á veturna og út að hlaupa. Hann hefur líka vanið sig á að hlaupa alltaf upp stiga í stað þess að taka lyftu, en lykilatriðið segir hann að hafa fjölbreytni í hreyfingunni til að koma í veg fyrir stöðnun. "Stundum eru stigarnir eina hreyfingin sem ég fæ sérstaklega þegar mikið er að gera og erfitt að komast frá. Starfið mitt er bara þess eðlis að maður veit aldrei hvenær stund gefst," segir Guðlaugur Þór en vinnan getur tekið mikið af hans tíma og segir hann það hafa orðið til þess að allir fótboltahópar sem hann spilar með hafa gefist upp á honum. "Já, það gefast allir upp á mér því ég mæti svo illa," segir Guðlaugur Þór og skellihlær. Nú þegar komið er að sumarfríi segist hann ætla að nota það til að hreyfa sig aðeins. "Ég er búinn að safna á mig smá vetrarforða sem ég þarf að losna við, svo mér verði ekki of heitt í sumar," segir Guðlaugur Þór og skellir upp úr. "Konan er nýbúin að skoða gamlar myndir og heimtar að ég fari í átak," segir Guðlaugur Þór kíminn og tilkynnir með stolti að hann ætli að læra tennis í sumar og hann hafi verið úti að hlaupa nú síðast í morgun. "Ég er nú kannski enginn brjálaður hlaupagarpur, en mér líður voða vel á eftir," segir Guðlaugur Þór.
Heilsa Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira