Hver var þessi Svíagrýla? 6. júní 2005 00:01 Ísland vann sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu. Tveir langir kaflar í sögu íslensks handbolta enduðu báðir í Kaplakrika í gærkvöld þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 26-22, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem bæði eru að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópumótsins. Í fyrsta lagi lék Guðmundur Hrafnkelsson sinn síðasta landsleik eftir 20 landsliðsár og yfir 400 leiki og í öðru lagi vann Ísland fullskipað landslið Svíþjóðar í fyrsta sinn síðan á Spánarmótinu í ágúst 1988. Það sem meira er, Ólafur Stefánsson, sat uppi í stúku í gær og sá félaga sína í liðinu vinna þennan vonandi tímamótasigur á Svíum en þjóðirnar mætast aftur á Akureyri á miðvikudaginn. Skotsýning frá Einari Kollegi Ólafs í hægri skyttunni, Einar Hólmgeirsson, átti frábæran leik, skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum og átti auk þess 5 sendingar sem gáfu mörk eða vítaköst. Einar kannaðist ekki við neina Svíagrýlu. „Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og ég hef aldrei hugsað um einhverja Svíagrýlu. Þetta small aðeins betur saman hjá okkur í seinni hálfleik en vörnin var skelfileg í fyrri hálfleik. Við erum búnir að æfa stíft og við vorum kannski smá þreyttir en við tókum á því í lokin og sýndum hvað við getum. Ég er alltaf bjartsýnn og við vinnum hérna Svía með 4 mörkum og við getum allt ef við ætlum okkur það," sagði Einar eftir leik en sjö af mörkum hans komu með glæsilegum langskotum hverju öðru glæsilegra. Ísland hafði eitt mark yfir í hálfleik, 19-18, en Viggó Sigurðsson breytti vörninni í hálfleik, fór úr 5:1 í 6:0 og Svíar skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum eftir hlé. Ísland komst fimm mörkum yfir og hélt öruggu forskoti út leikinn. Einar, Róbert Gunnarsson og Birkir Ívar Guðmundsson stóðu sig best en annars var allt liðið að standa sig og þá sérstaklega í vörnnini í seinni hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson var ánægður með sigurinn enda búinn að spila marga tapleiki gegn Svíum. „Við höfðum verið nálægt því að vinna Svía síðustu árin en þá höfum við alltaf verið að spila við þá á þeirra heimavelli og verið að tapa með einu eða tveimur mörkum. Þetta voru leikir sem okkur fannst að við áttum að vinna. Það var því kærkomið að fá þá hingað heim og taka þá," sagði Dagur. „Nú getið þið hætt að tala um Svíagrýluna," sagði Dagur í léttum tón en bætti svo við: „Ég hef oft bent á það að grýlur eru þegar slakari liðin eru að vinna góðu liðin. Það er ekki hægt að tala um að Svíar hafi verið slakir í gegnum árin og ekki vorum við að vinna mikið Rússanna. Nú eru þeir að breyta liðinu hjá sér og eru að ganga í gegnum ekkert ósvipað skeið og við. Ég var mjög ánægður með þennan leik, mér fannst hann vel spilaður. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og svo þegar við byrjuðum að spila vörnina þá sigum við fram úr," sagði Dagur að lokum. Ísland–Svíþjóð 36–32Mörk Íslands: Einar Hólmgeirsson 9 (12 skot), Róbert Gunnarsson 9/2 (10/3), Guðjón Valur Sigurðsson 5/1 (9/2), Jaliesky Garcia 4 (10), Þórir Ólafsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Dagur Sigurðsson 2 (5), Alexander Petersson 1 (3), Markús Máni Michaelsson 1 (4), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 0 (1). Varin skot Íslands: Guðmundur Hrafnkelsson 3 (af 13/2, 23%, lék fyrstu 14 mín og 27 sekúndur og fékk þá heiðursskiptingu), Birkir Ívar Guðmundssson 13 (af 35/6, 37%). Flest mörk Svía: Jonas Larholm 9/8. Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Sjá meira
Ísland vann sinn fyrsta sigur á fullskipu liði Svía í 17 ár í vináttulandsleik þjóðanna í Kaplakrika. Guðmundur Hrafnkelsson lék sinn síðasta landsleik. Einar Hólmgeirsson leit á þetta sem hvern annan leik og bauð upp á skotsýningu. Tveir langir kaflar í sögu íslensks handbolta enduðu báðir í Kaplakrika í gærkvöld þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 26-22, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna sem bæði eru að undirbúa sig fyrir undankeppni Evrópumótsins. Í fyrsta lagi lék Guðmundur Hrafnkelsson sinn síðasta landsleik eftir 20 landsliðsár og yfir 400 leiki og í öðru lagi vann Ísland fullskipað landslið Svíþjóðar í fyrsta sinn síðan á Spánarmótinu í ágúst 1988. Það sem meira er, Ólafur Stefánsson, sat uppi í stúku í gær og sá félaga sína í liðinu vinna þennan vonandi tímamótasigur á Svíum en þjóðirnar mætast aftur á Akureyri á miðvikudaginn. Skotsýning frá Einari Kollegi Ólafs í hægri skyttunni, Einar Hólmgeirsson, átti frábæran leik, skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum og átti auk þess 5 sendingar sem gáfu mörk eða vítaköst. Einar kannaðist ekki við neina Svíagrýlu. „Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og ég hef aldrei hugsað um einhverja Svíagrýlu. Þetta small aðeins betur saman hjá okkur í seinni hálfleik en vörnin var skelfileg í fyrri hálfleik. Við erum búnir að æfa stíft og við vorum kannski smá þreyttir en við tókum á því í lokin og sýndum hvað við getum. Ég er alltaf bjartsýnn og við vinnum hérna Svía með 4 mörkum og við getum allt ef við ætlum okkur það," sagði Einar eftir leik en sjö af mörkum hans komu með glæsilegum langskotum hverju öðru glæsilegra. Ísland hafði eitt mark yfir í hálfleik, 19-18, en Viggó Sigurðsson breytti vörninni í hálfleik, fór úr 5:1 í 6:0 og Svíar skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum eftir hlé. Ísland komst fimm mörkum yfir og hélt öruggu forskoti út leikinn. Einar, Róbert Gunnarsson og Birkir Ívar Guðmundsson stóðu sig best en annars var allt liðið að standa sig og þá sérstaklega í vörnnini í seinni hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson var ánægður með sigurinn enda búinn að spila marga tapleiki gegn Svíum. „Við höfðum verið nálægt því að vinna Svía síðustu árin en þá höfum við alltaf verið að spila við þá á þeirra heimavelli og verið að tapa með einu eða tveimur mörkum. Þetta voru leikir sem okkur fannst að við áttum að vinna. Það var því kærkomið að fá þá hingað heim og taka þá," sagði Dagur. „Nú getið þið hætt að tala um Svíagrýluna," sagði Dagur í léttum tón en bætti svo við: „Ég hef oft bent á það að grýlur eru þegar slakari liðin eru að vinna góðu liðin. Það er ekki hægt að tala um að Svíar hafi verið slakir í gegnum árin og ekki vorum við að vinna mikið Rússanna. Nú eru þeir að breyta liðinu hjá sér og eru að ganga í gegnum ekkert ósvipað skeið og við. Ég var mjög ánægður með þennan leik, mér fannst hann vel spilaður. Sóknarleikurinn var frábær í fyrri hálfleik og svo þegar við byrjuðum að spila vörnina þá sigum við fram úr," sagði Dagur að lokum. Ísland–Svíþjóð 36–32Mörk Íslands: Einar Hólmgeirsson 9 (12 skot), Róbert Gunnarsson 9/2 (10/3), Guðjón Valur Sigurðsson 5/1 (9/2), Jaliesky Garcia 4 (10), Þórir Ólafsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Dagur Sigurðsson 2 (5), Alexander Petersson 1 (3), Markús Máni Michaelsson 1 (4), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 0 (1). Varin skot Íslands: Guðmundur Hrafnkelsson 3 (af 13/2, 23%, lék fyrstu 14 mín og 27 sekúndur og fékk þá heiðursskiptingu), Birkir Ívar Guðmundssson 13 (af 35/6, 37%). Flest mörk Svía: Jonas Larholm 9/8.
Íslenski handboltinn Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Sjá meira