Menning

Mýrarljós með flestar tilnefningar

Leikritið Mýrarljós hlýtur flestar tilnefningar, eða ellefu, til Íslensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, sem veitt eru nú í þriðja sinn. Leikritið er m.a. tilnefnt sem sýning ársins og þá er Edda Heiðrún Bachman tilnefnd sem leikstjóri ársins. Þá hlýtur Héri Hérason sjö tilnefningar og Úlfhamssaga sex.

Í flokknum leikari ársins í aðalhlutverki eru Atli Rafn Sigurðarson (Grjótharðir), Hilmir Snær Guðnason (Dínamít), Ingvar E. Sigurðsson (Svik), Ólafur Egill Egilsson (Óliver, Svört mjólk) og Rúnar Freyr Gíslason (Böndin á milli okkar) tilnefndir en þær Arnbjörg Hlíf Valsdóttir (Svört mjólk), Ilmur Kristjánsdóttir (Ausa), Halldóra Björsdóttir (Mýrarljós), Hanna María Karlsdóttir (Héri Hérason) og Margrét Vilhjálmsdóttir (Dínamít) eru tilnefndar sem leikkonur ársins í aðalhlutverki.

Þá eru Ágústa Skúladóttir (Klaufar og kóngsdætur), Benedikt Erlingsson (Draumleikur), Edda Heiðrún Bachman (Mýrarljós), Stefán Jónsson (Héri Hérason) og Þórhildur Þorleifsdóttir (Híbýli vindanna) tilnefnd sem bestu leikstjórar. Draumleikur, Héri Hérason, Híbýli vindanna, Mýrarljós og Úlfhamssaga keppa svo um titilinn sýning ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×