Klippti númer af ótryggðum bílum

Lögreglan í Kópavogi handtók fólk með smáræði af fíkniefnum í gærkvöldi en það var annað fíkniefnamálið sem kom upp í Kópavogi um helgina. Bæði málin teljast upplýst. Annars hafði Kópavogslögreglan þónokkuð að gera við að klippa númer af bílum sem ekki voru tryggðir en eigendur þeirra bíla geta verið í vonum málum ef þeir lenda í óhappi, jafnvel þótt þeir séu í rétti.