
Innlent
Eldur í íbúðarhúsi í Breiðholti
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi að Rangárseli 20 í Breiðholti. Húsið er tveggja hæða parhús og að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu logaði mikill eldur út úr húsinu. Einum íbúa hússins tókst að forða sér en að svo stöddu er ekki vitað hvort fleiri hafi verið í húsinu.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×