Styttingu framhaldsskólans frestað 31. maí 2005 00:01 Markmið styttingar framhaldsskólans er meðal annars að fá sem mest út úr þeim árum sem nemendur eru í skólakerfinu. Þetta er haft eftir menntamálaráðherra á ráðstefnu um menntamál og hljómar fallega. En mest af hverju? Og fyrir hvern? Nú hefur verið ákveðið að fresta styttingu framhaldsskólans um eitt ár. Ráðherra segir það gert vegna ábendinga skólamanna, sem töldu of stuttan tíma til stefnu. Nú eiga grunnskólar að fá lengri tíma til að undirbúa breytingar á framhaldsskólastigi. Er markmið grunnskólanna þá fyrst og fremst að búa nemendur undir nám í framhaldsskóla? Og er skólafólk almennt fylgjandi styttingu framhaldsskólans, burtséð frá tímasetningu? Á Íslandi er börnum skylt að ganga í skóla frá 6 ára til 16 ára aldurs eða í 10 ár. Samkvæmt grunnskólalögum er hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í lögunum er ekki kveðið sérstaklega á um það hlutverk grunnskólanna að búa nemendur undir nám í framhaldsskólum en þar sem það er hluti lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi má segja að það segi sig sjálft að nokkru leyti. Með samræmdum prófum við lok grunnskólans virðist þetta hlutverk grunnskólans þó hafa vaxið heldur en hitt með því að við innritun nýrra nemenda hafa framhaldsskólar horft í vaxandi mæli á niðurstöður samræmdra prófa. Nú er það svo sem ekkert nýtt, fyrir tíma samræmdra prófa þurfti landspróf til að komast inn í suma framhaldsskóla en aðrir gerðu kröfu um gagnfræðapróf. Menntunin á bak við þessi tvö próf var að mestu sú sama, munurinn sá helstur að landspróf var tekið á einu ári en gagnfræðapróf á tveimur. Með grunnskólalögunum og samræmdum prófum að loknu 10 ára námi var öllum gert að vera tilbúnir til náms í framhaldsskóla á sama tíma. Að sumu leyti má því segja að það sem áður var hafi hentað ýmsum betur, það þýddi að þeir sem erfiðara áttu með bóklegt nám gátu tekið sér lengri tíma. Á þeim tíma, fyrir rúmum þrjátíu árum, var mikil umræða um þörf þess að auka áherslu á verklegar greinar og listgreinar. Að því hefur verið unnið með ýmsum hætti þessa áratugi en árangur ekki mjög sýnilegur og enn er megináherslan á bóklegar greinar. Þetta endurspeglast vel í samræmdum prófum og við innritun í flesta framhaldsskólana. Gallinn er auðvitað m.a. sá að kennsla í þessum greinum er dýr, krefst töluverðs sérbúnaðar og er tímafrekari en kennsla í mörgum bóklegum greinum. Og nú læðist að sá óþægilegi grunur að helsti hvatinn að styttingu framhaldsskólanna sé af sama toga sprottinn, þ.e. hér sé verið að leita leiða til að spara peninga. Það er auðvitað ódýrara að hafa nemendur í 3 ár í framhaldsskóla en 4. Frá sjónarmiði nemandans blasa ekki við augljósar ástæður styttingar. Nú þegar eiga nemendur þess kost að ljúka námi á 3 árum eða jafnvel enn styttri tíma, bæði í skólum sem kenna eftir áfangakerfi og á sérstakri hraðbraut. Nemendur eiga því nú talsvert val. Aðrir geta kosið að vera lengur. Mikið hefur verið rætt um nám við hæfi einstaklingsins. Núverandi valkostir í framhaldsskólum landsins hljóta að falla að þeim markmiðum. Það væri hinsvegar fróðlegt að vita niðurstöður úr einni stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið, þegar nemendum var gert að skrifa ritgerð um styttingu framhaldsskólans á samræmdu prófi í íslensku í vor. Það er örugglega auðvelt að lesa afstöðu nemenda úr þeim ritgerðum og væri fróðlegt fyrir þjóðina og ekki síst skólafólk að fá upplýsingar þar um. En það læðist sem sagt að sá óþægilegi grunur að helsti hvati að styttingu framhaldsskólans sé ekki endilega hagsmunir nemenda heldur miklu fremur peningar. Það virðist nefnilega allt snúast um peninga, nú sem aldrei fyrr. Ef ekki er hægt að reikna út hagnað í krónum og aurum eru hlutirnir lítils virði. Helst þarf að vera hægt að sjá þennan hagnað strax. Langtímasjónarmið eru ekki mjög vinsæl. Við viljum græða og græða hratt. Þetta viðhorf hlýtur að hafa áhrif á þróun skólastarfs. Vissulega þarf að gæta þess að eyða þar ekki og sóa út og suður heldur gæta hagræðis og sparnaðar eftir því sem við verður komið meðan það kemur ekki niður á nemendum grunnskóla eða framhaldsskóla. Gamalt orðtak segir að frestur sé á illu bestur. Það á vonandi ekki við hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun
Markmið styttingar framhaldsskólans er meðal annars að fá sem mest út úr þeim árum sem nemendur eru í skólakerfinu. Þetta er haft eftir menntamálaráðherra á ráðstefnu um menntamál og hljómar fallega. En mest af hverju? Og fyrir hvern? Nú hefur verið ákveðið að fresta styttingu framhaldsskólans um eitt ár. Ráðherra segir það gert vegna ábendinga skólamanna, sem töldu of stuttan tíma til stefnu. Nú eiga grunnskólar að fá lengri tíma til að undirbúa breytingar á framhaldsskólastigi. Er markmið grunnskólanna þá fyrst og fremst að búa nemendur undir nám í framhaldsskóla? Og er skólafólk almennt fylgjandi styttingu framhaldsskólans, burtséð frá tímasetningu? Á Íslandi er börnum skylt að ganga í skóla frá 6 ára til 16 ára aldurs eða í 10 ár. Samkvæmt grunnskólalögum er hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í lögunum er ekki kveðið sérstaklega á um það hlutverk grunnskólanna að búa nemendur undir nám í framhaldsskólum en þar sem það er hluti lífs og starfs í lýðræðisþjóðfélagi má segja að það segi sig sjálft að nokkru leyti. Með samræmdum prófum við lok grunnskólans virðist þetta hlutverk grunnskólans þó hafa vaxið heldur en hitt með því að við innritun nýrra nemenda hafa framhaldsskólar horft í vaxandi mæli á niðurstöður samræmdra prófa. Nú er það svo sem ekkert nýtt, fyrir tíma samræmdra prófa þurfti landspróf til að komast inn í suma framhaldsskóla en aðrir gerðu kröfu um gagnfræðapróf. Menntunin á bak við þessi tvö próf var að mestu sú sama, munurinn sá helstur að landspróf var tekið á einu ári en gagnfræðapróf á tveimur. Með grunnskólalögunum og samræmdum prófum að loknu 10 ára námi var öllum gert að vera tilbúnir til náms í framhaldsskóla á sama tíma. Að sumu leyti má því segja að það sem áður var hafi hentað ýmsum betur, það þýddi að þeir sem erfiðara áttu með bóklegt nám gátu tekið sér lengri tíma. Á þeim tíma, fyrir rúmum þrjátíu árum, var mikil umræða um þörf þess að auka áherslu á verklegar greinar og listgreinar. Að því hefur verið unnið með ýmsum hætti þessa áratugi en árangur ekki mjög sýnilegur og enn er megináherslan á bóklegar greinar. Þetta endurspeglast vel í samræmdum prófum og við innritun í flesta framhaldsskólana. Gallinn er auðvitað m.a. sá að kennsla í þessum greinum er dýr, krefst töluverðs sérbúnaðar og er tímafrekari en kennsla í mörgum bóklegum greinum. Og nú læðist að sá óþægilegi grunur að helsti hvatinn að styttingu framhaldsskólanna sé af sama toga sprottinn, þ.e. hér sé verið að leita leiða til að spara peninga. Það er auðvitað ódýrara að hafa nemendur í 3 ár í framhaldsskóla en 4. Frá sjónarmiði nemandans blasa ekki við augljósar ástæður styttingar. Nú þegar eiga nemendur þess kost að ljúka námi á 3 árum eða jafnvel enn styttri tíma, bæði í skólum sem kenna eftir áfangakerfi og á sérstakri hraðbraut. Nemendur eiga því nú talsvert val. Aðrir geta kosið að vera lengur. Mikið hefur verið rætt um nám við hæfi einstaklingsins. Núverandi valkostir í framhaldsskólum landsins hljóta að falla að þeim markmiðum. Það væri hinsvegar fróðlegt að vita niðurstöður úr einni stærstu skoðanakönnun sem gerð hefur verið, þegar nemendum var gert að skrifa ritgerð um styttingu framhaldsskólans á samræmdu prófi í íslensku í vor. Það er örugglega auðvelt að lesa afstöðu nemenda úr þeim ritgerðum og væri fróðlegt fyrir þjóðina og ekki síst skólafólk að fá upplýsingar þar um. En það læðist sem sagt að sá óþægilegi grunur að helsti hvati að styttingu framhaldsskólans sé ekki endilega hagsmunir nemenda heldur miklu fremur peningar. Það virðist nefnilega allt snúast um peninga, nú sem aldrei fyrr. Ef ekki er hægt að reikna út hagnað í krónum og aurum eru hlutirnir lítils virði. Helst þarf að vera hægt að sjá þennan hagnað strax. Langtímasjónarmið eru ekki mjög vinsæl. Við viljum græða og græða hratt. Þetta viðhorf hlýtur að hafa áhrif á þróun skólastarfs. Vissulega þarf að gæta þess að eyða þar ekki og sóa út og suður heldur gæta hagræðis og sparnaðar eftir því sem við verður komið meðan það kemur ekki niður á nemendum grunnskóla eða framhaldsskóla. Gamalt orðtak segir að frestur sé á illu bestur. Það á vonandi ekki við hér.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun