Eitt skipanna reyndist draugaskip 28. maí 2005 00:01 Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Hann segir að Landhelgisgæslan geti ekki haft afskipti af skipunum þar sem þau séu á alþjóðlegu hafsvæði en þau séu samt að brjóta reglur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar með því að vera þarna að veiðum, þau hafi hvorki kvóta né leyfi á svæðinu. Landhelgisgæslan staðfesti að skipin séu á veiðum og staðsetji þau og þá reyni hún að hafa samband við skipin en þau hafi hingað til ekki viljað svara kalli Gæslunnar. Í kjölfarið séu atvikin tilkynnt til Norðaustur-Atlantsfiskveiðihafsnefndarinnar í London. Hún eigi að gera skipunum erfitt fyrir að losa sig við aflann. Í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í gær sáust sextíu erlend skip að veiðum á alþjóðlegu hafssvæði rétt utan við 200 mílna mörkin. Öll eiga þau aðild að samstarfi sem heyrir undir Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndina, NEAFC, nema sjóræningjaskipin sjö. Á ljósmyndum, sem áhöfn gæsluflugvélarinnar tók í gær og Landhelgisgæslan birtir á heimasíðu sinni, má til dæmis sjá flutningaskipið Sunny Jane frá Belís taka við fiski frá einu af þessum sjóræningjatogaranum Okhotino. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er þessa stundina verið að vinna nauðsynlega pappírsvinnu og rannsókn því samfara að tilkynna um brotin réttmætum aðilum í því augnamiði að koma í veg fyrir veiðarnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira