Vilhjálmur vill prófkjör 26. maí 2005 00:01 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi í dag. „Búum til betri borg, horfum lengra, hugsum stórt“ er yfirskrift hugmyndanna og er meginmarkmiðið að auka lífsgæðin í borginni og fjölga íbúum til næstu 30-40 ára. Flokkurinn vill nota það ár sem er til næstu borgarstjórnarkosninga til að vinna að hugmyndunum í samvinnu við borgarbúa og verður íbúaþing haldið í næsta mánuði. Hann vill styrkja borgina við Sundin með sérstakri eyjabyggð, þróa íbúabyggð á eyjunum og tryggja vegtengingar við borgina. Vilhjálmur segir byggðina rúma a.m.k. 30 þúsund manns. Vilhjálmur sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum að ári, enda telur hann sig hafa ágæta reynslu og þekkingu á borgarmálum. Hann leggur mikla áherslu á að það verði prófkjör. Gísli Marteinn hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári en hann segir tíma kominn á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna. Vilhjálmur segist ekki líta á þau ummæli sem þrýsting á sig. Enginn ágreiningur hafi verið um störf borgarstjórnarflokksins á síðasta kjörtímabili. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, vill að flokkurinn haldi prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann sækist eftir fyrsta sætinu og lítur ekki á það sem þrýsting á sig þótt Gísli Marteinn Baldursson hafi einnig lýst áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir sínar um framtíðarskipulag í Reykjavík á blaðamannafundi í dag. „Búum til betri borg, horfum lengra, hugsum stórt“ er yfirskrift hugmyndanna og er meginmarkmiðið að auka lífsgæðin í borginni og fjölga íbúum til næstu 30-40 ára. Flokkurinn vill nota það ár sem er til næstu borgarstjórnarkosninga til að vinna að hugmyndunum í samvinnu við borgarbúa og verður íbúaþing haldið í næsta mánuði. Hann vill styrkja borgina við Sundin með sérstakri eyjabyggð, þróa íbúabyggð á eyjunum og tryggja vegtengingar við borgina. Vilhjálmur segir byggðina rúma a.m.k. 30 þúsund manns. Vilhjálmur sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum að ári, enda telur hann sig hafa ágæta reynslu og þekkingu á borgarmálum. Hann leggur mikla áherslu á að það verði prófkjör. Gísli Marteinn hefur einnig lýst yfir áhuga á að leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári en hann segir tíma kominn á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna. Vilhjálmur segist ekki líta á þau ummæli sem þrýsting á sig. Enginn ágreiningur hafi verið um störf borgarstjórnarflokksins á síðasta kjörtímabili.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira