Segja Alfreð hóta samstarfsslitum 26. maí 2005 00:01 Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna líði sé samt meirihluti fyrir málinu. Alfreð segist telja ólíklegt að sjálfstæðismenn leggist gegn málinu en í því felist engin hótun.. Hvað sem afstöðu sjálfstæðismanna líði sé meirihluti fyrir málinu í stjórn Orkuveitunnar þótt Vinstri grænir sitji hjá. Hann segist því ekki trúa því að óreyndu að mál sem þetta geti orðið banabiti samstarfsins innan Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að engin formleg stefnubreyting hafi orðið hjá Reykjavíkurlistanum sem sé sammála um sölu raforku til stóriðju eins og hafi verið gert frá 1996. Þvert á móti hafi málið verið rætt á fundi borgarfulltrúa í gær þar sem fulltrúi VG var viðstaddur. „Enginn ágreiningur er um það að Orkuveita Reykjavíkur eigi að selja orku til stóriðju,“ segir Alfreð En er þetta mál svo stórt og mikilvægt í augum Vinstri grænna að þeir séu reiðubúnir að slíta samstarfinu ef það fær brautargengi? Tryggvi Friðjónsson, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitunnar, vill ekki svara því en segir málið nokkuð alvarlegt. Hann vísar að öðru leyti í tilkynningu VG í Reykjavík þar sem lýst sé yfir að yfirlýsing Alfreðs sé óheppileg. Alfreð segir að orkuöflun fyrir stóriðju sé mikilvæg fyrir Reykvíkinga, enda gríðarlega atvinnuskapandi. Það sé hins vegar spurning um hvort Orkuveitan eigi að hafa frumkvæði að stóriðju; meðal annars vegna þess hafi verið fallið frá því að undirrita samkomulagið í Helguvík. Hann segir ekki hægt að setja skilyrði um að hætta að selja raforku til stóriðju, enda eigi Orkuveitan með vitund og vilja stjórnarinnar í viðræðum við fjölmarga um slíkt. Menn hlaupi ekki frá slíku eins og hendi sé veifað.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira