Draumurinn að eignast pallbíl 24. maí 2005 00:01 "Ég á Nissan Terrano II árgerð ´95 og svo á ég líka eina gamla Toyotu sem ég nota í hallæri," segir Davíð, sem hefur ekki hugmynd um af hverju hann á tvo bíla. "Þannig er það bara. Ég nota Toyotuna þegar ég er einn og jeppann þegar fleiri eru með mér eða þegar ég er með mikið dót." Davíð stundar hestamennsku af kappi og segir gott að eiga jeppa í því sporti. "Ég er svo sem ekki í neinum torfærum en stundum þarf maður að keyra í snjó og drullu uppi í sveit og þá er gott að vera á jeppanum. Hann er örlítið upphækkaður á grind og kemst næstum allt. Það er líka gott að vera á jeppa þegar maður þarf að fara með hey í hrossin eða fá lánaða hestakerru." Davíð segist ekki kunna neinar skemmtilegar sögur af bílunum sínum en viðurkennir að hafa einu sinni óvart sett bensín á jeppann, sem er að sjálfsögðu dísilbíll. "Það dældist voðalega hratt á bílinn og ég skildi ekkert í því hvað þetta væri öflug dísildæla. Algjör sauður, en bílnum varð ekki meint af." Aðspurður um draumabílinn segist Davíð alltaf hafa verið hrifinn af Chevrolet Silverado og GMC Sierra. "Þetta eru góðir amerískir pallbílar sem mig langar mikið í. Mjög hentugir fyrir alls konar ferðalög því maður kemur öllu dótinu sínu á pallinn. Það kemur sér til dæmis vel þegar maður er að spila og þarf að taka græjurnar með sér. Svo eru þetta öruggir og stórir bílar þannig að maður kemst allt sem maður vill fara. Það er draumurinn að kaupa einn svona amerískan í framtíðinni." Davíð Smári hefur ekki setið auðum höndum síðan Idol-stjörnuleit lauk og er þessa dagana að undirbúa plötu sem kemur út í júní Bílar Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég á Nissan Terrano II árgerð ´95 og svo á ég líka eina gamla Toyotu sem ég nota í hallæri," segir Davíð, sem hefur ekki hugmynd um af hverju hann á tvo bíla. "Þannig er það bara. Ég nota Toyotuna þegar ég er einn og jeppann þegar fleiri eru með mér eða þegar ég er með mikið dót." Davíð stundar hestamennsku af kappi og segir gott að eiga jeppa í því sporti. "Ég er svo sem ekki í neinum torfærum en stundum þarf maður að keyra í snjó og drullu uppi í sveit og þá er gott að vera á jeppanum. Hann er örlítið upphækkaður á grind og kemst næstum allt. Það er líka gott að vera á jeppa þegar maður þarf að fara með hey í hrossin eða fá lánaða hestakerru." Davíð segist ekki kunna neinar skemmtilegar sögur af bílunum sínum en viðurkennir að hafa einu sinni óvart sett bensín á jeppann, sem er að sjálfsögðu dísilbíll. "Það dældist voðalega hratt á bílinn og ég skildi ekkert í því hvað þetta væri öflug dísildæla. Algjör sauður, en bílnum varð ekki meint af." Aðspurður um draumabílinn segist Davíð alltaf hafa verið hrifinn af Chevrolet Silverado og GMC Sierra. "Þetta eru góðir amerískir pallbílar sem mig langar mikið í. Mjög hentugir fyrir alls konar ferðalög því maður kemur öllu dótinu sínu á pallinn. Það kemur sér til dæmis vel þegar maður er að spila og þarf að taka græjurnar með sér. Svo eru þetta öruggir og stórir bílar þannig að maður kemst allt sem maður vill fara. Það er draumurinn að kaupa einn svona amerískan í framtíðinni." Davíð Smári hefur ekki setið auðum höndum síðan Idol-stjörnuleit lauk og er þessa dagana að undirbúa plötu sem kemur út í júní
Bílar Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira