Karlar fá margfalt fleiri punkta 20. maí 2005 00:01 Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Karlkyns ökumenn fá yfir þrjá af hverjum fjórum refsipunktum sem lögreglan gefur fyrir umferðarlagabrot. Samkvæmt upplýsingum Ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1998 þegar refsipunktakerfið var tekið upp, verið gefnir út 84.502 punktar, þar af 65.198 til karla og 19.304 til kvenna. Í fyrra fékk 92 ára gamall karl punkt, elstur til að fá einn slíkan til þessa, en áður hafa tveir á níræðisaldri fengið punkt árin 1998 og 2000. Síðustu ár hafa að jafnaði verið gefnir út 14 til 15 þúsund punktar á ári hverju. "Við sjáum líka á slysaskýrslum að fleiri karlmenn eru valdir að alvarlegum slysum," segir Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Einnig hefur komið fram í könnun sem Umferðarstofa stóð að ásamt Landsbjörgu og Lýðheilsustöð að karlar séu líklegri til að hafa börn sín í ónægum eða óviðunandi öryggisbúnaði í bílum. Einar segist ekki telja að hærra hlutfall karla í umferðinni en kvenna skýri hversu miklu meiri slysavaldar þeir séu. Þó eru vísbendingar um að minni munur sé á ökuhæfni kynjanna en margur hefur talið til þessa. Í rannsókn sem Rannveig Þórisdóttir, Haukur Freyr Gylfason og Marius Peersen unnu fyrir Ríkislögrelustjóra síðasta vor kemur fram að ökuleikni tengist ekki kynferði. Gerð var rannsókn meðal ungs fólks þar sem það var spurt út í atferli sitt í umferðinni og kom fram að ungar konur eru ekki síður líklegar til að aka hratt og ógætilega en ungir menn. Rannveig Þórisdóttir, á tölfræðisviði Ríkislögreglustjóra, segir fjölda refsipunkta sem karlar fá sýni ekki vanhæfni þeirra miðað við kvenkyns ökumenn. "Það verður að taka mið af því að bæði eru karlar mun fleiri í umferðinni og svo eru líka miklu fleiri karlar við stýrið á þjóðvegum úti á landi, en þar eru flestir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur," segir hún. Einar tekur undir að hluti af skýringunni kunni að felast í að karlar sitji frekar undir stýri en konum, en segir engu að síður nokkuð vel rökstuddan grun þeirra á Umferðarstofu að munur sé á kynjunum; konum í vil. Ekki þarf að taka það fram að ungir karlökumenn telja sig konum fremri í ökuleikni, það kom fram í könnun Ríkislögreglustjóra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira